fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Aðeins þrír mánuðir í algjörar hörmungar í milljónaborg – 14. maí er dagurinn sem fólk óttast

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 07:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Höfðaborg í Suður-Afríku standa nú frammi fyrir miklum hörmungum. 14. maí er dagurinn sem fólk óttast en þá getur farið svo að borgin verði sú fyrsta í heiminum sem stendur uppi án drykkjarvatns. Það mun að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á þær fjórar milljónir manna sem búa í borginni.

Borgarbúa hafa nefnt 14. maí „Day Zero“ en þann dag telja yfirvöld að vatnsmagnið í vatnsbólum borgarinnar verði komið niður í 10 prósent og þar með verður ekki lengur hægt að drekka vatnið. Þetta er að sjálfsögðu stórt vandamál í milljónaborg eins og Höfðaborg þar sem hitinn fer sjaldan niður fyrir 15 gráður og er oft yfir 25 gráðum.

„Höfðaborg gæti orðið fyrsta stórborgin í heiminum sem verður uppiskroppa með vatn og það getur gerst innan fjögurra mánaða. Við erum ekki á leið inn í krísu, við erum í djúpri, mjög djúpri krísu.“

Sagði Anthony Turton, prófessor hjá umhverfisdeild University of the Free State, í samtali við New York Times.

Þessi mikli vatnsskortur hefur haft í för með sér mikla vatnsskömmtun undanfarið til að reyna að forða borginni frá þessum hörmungum. Fólk er sektað ef það er staðið að því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda um vatnsnotkun.

Íbúar borgarinnar eru hvattir til að vera ekki lengur en tvær mínútur í sturtu, nota sótthreinsandi efni við handþvott í stað vatns, að sturta eins sjaldan niður úr klósettum og hægt er nema þeir hafi gert stórt og reyna að takmarka vatnsnotkun sína við 87 lítra á dag.

Útreikningar yfirvalda á „Day Zero“ eru byggðir á væntingum um vatnsnotkun borgarbúa og hversu mikillar úrkomu má vænta næstu mánuði. Úrkoman skiptir miklu máli því veturinn var mjög þurr og nú herja slæmir þurrkar á svæðið.
Ef allt fer á versta veg og „Day Zero“ verður að veruleika verða íbúar borgarinnar að sækja sér vatn á ákveðna staði þar sem lögreglan og herinn munu sjá um vatnsdreifinguna.

Borgaryfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að gera borgarbúa minna háða rigningarvatni til að fylla vatnsbólin. Samkvæmt umfjöllun New York Times er nú verið að íhuga að nota sjó, með því að afsalta hann, með því að nýta vatn sem kann að leynast neðanjarðar og með því að fræða íbúana og fá þá til að safna rigningarvatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum