fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Birna: „Þetta var ógeðslegt, það versta sem maður hefur séð“

Ungar íslenskar konur voru á Drottningargötu þegar vöruflutningabifreiðin fór framhjá þeim

Kristín Clausen
Föstudaginn 7. apríl 2017 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var ógeðslegt. Það versta sem maður hefur séð,“ segir Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir en hún ásamt Helenu Reynisdóttur var stödd á Drottningargötu í Stokkhólmi eftir hádegi í dag þegar vöruflutningabíll keyrði á ógnarhraða fram hjá Zöru versluninni sem þær voru að ganga út úr. Þær voru búnar að mæla sér mót við vinkonu sína í Åhlensvaruhuset. Sem betur fer komst engin þeirra á áfangastað áður en ódæðismaðurinn keyrði í gegnum mannfjöldann og hafnaði á verslunarmiðstöðinni.

Heyrðu tvo háa skelli

Birna og Helena greindu frá þessari erfiðu lífsreynslu í aukafréttatíma á RÚV. Birna segist hafa heyrt fólk öskra og séð vöruflutningabílinn keyra á miklum hraða skammt frá. Þá segir hún að allir hafi verið stjarfir af hræðslu og þær hafi heyrt tvo háa skelli. Telja þær að þegar hljóðið barst til þeirra hafi vöruflutningabílinn verið að keyra inn í verslunarmiðstöðina Åhlensvaruhuset.

Þær greindu jafnframt frá því að mikið öngþveiti hafi myndast á svæðinu og fólk reynt að forða sér frá vöruflutningabílnum á örugg svæði.

Tveir handteknir

Búið er að handtaka tvo karlmenn vegna hryðjuverkaárásarinnar. Að minnsta kosti 5 eru látnir og 8 alvarlega slasaðir. Vöruflutningabíllin sem var notaður við hryðjuverkið er bíll frá sænskri ölgerð en honum var rænt fyrr í dag. Svíar eru skelfingu lostnir vegna árásarinnar.

Drottningargatan er gríðarlega fjölfarinn staður, sérstaklega á föstudagseftirmiðdegi. Neyðarástand ríkir í borginni. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að um hryðjuverk sé að ræða. Ráðist hafi verið á Svíþjóð.

Lögreglan hefur beint því til fólks að halda sig innandyra. Enn er mikið af fólki fast inni í verslunum, veitingahúsum og á skrifstofum í miðborg Stokkhólms. Þá hefur lögreglan lokað stóru svæði. Ástæðan fyrir því að lokanirnar eru enn í gildi að lögreglu grunar að sprengju kunni að vera að finna í vöruflutningabílnum. Þeir vilja útiloka að svo sé áður en þeir hleypa fólki til síns heima.

Sjá einnig: Árás í Stokkhólmi: Vörubifreið keyrði inn í mannmergð
Sjá einnig:Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum