Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Fréttir

Þýskur þingmaður kom að leynisamningunum

Baksamningar tryggðu skaðleysi við Búnaðarbankakaup – Martin Zeil lykilmaður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Zeil, þáverandi forstöðumaður lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser, kom að gerð leynilegra baksamninga með fulltrúum Ólafs Ólafssonar og Kaupþings hf. vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Zeil sat á þýska þinginu á árunum 2005 til 2008 fyrir Frjálsa demókrata. Hann sat síðan á þingi Bæjaralands á árunum 2008 til 2013 og var þar varaforsætisráðherra og einnig ráðherra efnahags-, innviða-, samgöngu og tæknimála.

Líkt og greint hefur verið frá í dag voru gerðir leynilegir baksamningar við kaup S-hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Baksamningarnir fólu í meginatriðum í sér að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var í reynd aðeins að nafninu til meðal kaupenda að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Aðrir aðilar fjármögnuðu kaupin, báru alla áhættu og áttu tryggðan allan hugsanlegan hagnað af viðskiptunum. Þýski bankinn hlaut þóknun fyrir aðkomu sína en var tryggt algjört skaðleysi af þátttökunni. Raunverulegur eigandi þess hlutar í Búnaðarbankanum sem Hauck & Aufhäuser var skráður fyrir var aflandsfélagið Welling & Partners. Frá því félagi rann síðan hagnaður af kaupunum til annars aflandsfélags, Marine Choice Limited, sem Ólafur Ólafsson var raunverulegur eigandi að, og til Dekhill Advisors Limited. Frá þessu var gengið með leynilegum baksamningum. Rannsóknarnefnd Alþingis um söluna á Búnaðarbankanum hefur ekki óyggjandi gögn í höndum til að upplýsa um hver eða hverjir voru eigendur að síðarnefnda félaginu. Þó má leiða líkum að því að fjármunir sem þangað runnu, alls 46,5 milljónir Bandaríkjadala, hafi að einhverju leyti komið í hlut aðila sem tengdust Kaupþingi.

Í lykilhlutverki

Martin Zeil stóð að gerð baksamninganna í nafni þýska bankans ásamt Peter Gatti, meðeiganda og framkvæmdastjóra hjá Hauck & Aufhäuser. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir: „Í því leynilega ferli átti Zeil einkum virkan þátt en Gatti hafði með höndum að vera fulltrúi bankans út á við í hinu opinbera söluferli. Athygli vekur að fyrir utan þessa tvo menn úr hópi yfirmanna bankans verður ekki séð af neinum fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum rannsóknarnefndarinnar, frá upphafi til enda í þessu ferli, að nokkur annar af stjórnendum Hauck & Aufhäuser hafi komið með beinum hætti að einkavæðingu Búnaðarbankans, hvorki að því að skapa hina röngu ásýnd opinberlega um þátttöku bankans né að hinni raunverulegu þátttöku sem komið var til leiðar með baksamningunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Samherja stunda stórfelldar mútugreiðslur

Segir Samherja stunda stórfelldar mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón hjólar í KrakkaRÚV: „Sjúklega mikil óvirðing“

Friðjón hjólar í KrakkaRÚV: „Sjúklega mikil óvirðing“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pervertinn á Þingeyri dæmdur – Fórnarlömbin fá ekki það sem þau kröfðust

Pervertinn á Þingeyri dæmdur – Fórnarlömbin fá ekki það sem þau kröfðust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áróður á veggjum Háskólans – Jón Atli sakaður um hræsni – „Var HÍ ekki að væla yfir áróðri nasista um daginn?“

Áróður á veggjum Háskólans – Jón Atli sakaður um hræsni – „Var HÍ ekki að væla yfir áróðri nasista um daginn?“