fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Ómar fékk uppreista æru en nauðgaði síðar tíu ára stúlku: Engin meðmæli og nafnið falið

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 21. september 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Ragnarsson fékk æru sína uppreista árið 1995 vegna dóms sem hann hlaut árið 1978 fyrir að nauðga hrottalega tveimur ungum stúlkum. Önnur var fjórtán ára, en hin var aðeins 12 ára. Fyrir þetta fékk hann tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Árið 2009 var hann dæmdur í Noregi fyrir að ráðast á 10 ára stúlku í Jernbane-skóginum í Sirevåg með hníf og nauðga henni. Hann var fyrst dæmdur í Noregi í þriggja ára og níu mánaða fangelsi. Dómnum var áfrýjað og var dómurinn þá lengdur í fjögur og hálft ár. Hann býr nú samkvæmt Þjóðskrá í öryrkjablokk við Hátún.

Dómsmálaráðuneytið faldi nafn hans

Dómsmálaráðuneytið gerði á dögunum opinber öll skjöl vegna uppreistar æru brotamanna frá árinu 1995 og eru skjöl Ómars þar á meðal. Athygli vekur að búið er að fela nafn Ómars í þeim skjölum. Engin meðmæli fylgja með umsókn hans. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, kom af fjöllum þegar DV spurði hann hvers vegna engin meðmæli fylgdu umsókn Ómars. Hann hugðist kanna málið.

Umsókn Ómars er fremur einföld og er handskrifuð. Ómar segir að sér hafi verið sagt upp vinnu og hann eigi erfitt með að fá atvinnu vegna þess að hann hafi ekki hreint sakavottorð. Í skjalinu er búið að stroka út hvar hann sé búsettur en þá bjó hann í Noregi.

Ómar var tvítugur þegar hann var dæmdur fyrir brot sín á Íslandi. Í fremur stuttri frétt sem birtist í Dagblaðinu í desember árið 1978 er sagt að hann hafi verið handtekinn hvað eftir annað fyrir kynferðislega glæpi gagnvart börnum. „Ekki er langt síðan pilturinn var handtekinn í Garðabæ, þar sem hann reyndi að tæla krakka upp í bíl með sælgætisboðum. Fyrir ábendingu eins barnsins var Ómar síðan handtekinn,“ segir í þeirri frétt.

Óhugnanleg árás

DV fjallaði ítarlega um brot Ómars í Noregi árið 2009 en þáverandi eiginkona hans, Sigrún Jóhanna Ragnarsson, fann barnaklám á tölvu hans. Hún kastaði upp þegar hún fann það. Þau höfðu búið í Stavanger í Noregi í um 17 ár en hún sleit öllum samskiptum við hann um leið og hún komst að leyndarmáli hans. Þau eiga saman tvö börn.

„Þetta er búið að vera alveg hrikalegt. Andlega og líkamlega hefur þetta verið hroðalegt. Það hefur verið gríðarlegt álag á mér og börnunum mínum. Ég hélt beinlínis þegar þetta gerðist að krakkarnir myndu tryllast,“ sagði Sigrún í viðtali við DV þá.

Nauðgun Ómars í Noregi var sérlega hrottaleg. Þann 29. febrúar árið 2008 var Maren Vassvik á leið í skóla sinn á reiðhjóli þegar Ómar stökk á hana en hann hafði falið sig bak við tré. Ómar þvingaði tíu ára stúlkuna með sér inn í skóg en hann hótaði henni með hnífi. Þegar þangað var komið skipaði Ómar stúlkunni að klæða sig úr buxunum en á sama tíma fór hann sjálfur úr. Hann reyndi að setja lim sinn í munn stúlkunnar en þá náði stúlkan að flýja undan honum. Lögregla fann mikið magn af barnaklámi á heimili hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað