fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Karl Ágúst ósáttur: „Við erum þjóðin. Við erum búin að fá nóg“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 15. september 2017 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Ágúst Úlfsson, leikari og leikstjóri, skrifar kraftmikinn pistil á Facebook-síðu sína sem vakið hefur talsverða athygli. Þar segir hann að þjóðin sé búin að fá nóg af baktjaldamakki, þöggun og lygum.

Eins og alþjóð veit sprakk ríkisstjórnarsamstarfið með hvelli í gærkvöldi þegar Björt framtíð ákvað að slíta samstarfinu. Það gerðist í kjölfar trúnaðarbrests sem fól í sér að forsætisráðherra og dómsmálaráðherra vissu að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum barnaníðingi, meðmæli um uppreist æru.

Í pistli Karls Ágústs, sem fjölmargir hafa deilt, segir hann:

„Við erum þjóðin. Við erum búin að fá nóg. Við erum búin að fá nóg af valdastétt miðaldra karla af báðum kynjum sem eru svo uppteknir við að verja sitt eigið yfirráðasvæði að þeir láta sig ekki muna um að traðka á fórnarlömbum versta ofbeldis í stuðningi sínum hver við annan. Við erum búin að fá nóg af stjórnvöldum sem segja okkur ekki sannleikann ótilneydd – ekki fyrr en hann er rekinn hráblautur framan í andlitið á þeim,“ segir Karl Ágúst sem heldur áfram:

„Við erum búin að fá nóg af hroka og fyrirlitningu þessara sömu stjórnvalda á þeim sem leitast við að upplýsa sannleikann. Við erum búin af fá nóg af þöggun, baktjaldamakki, lygum og yfirklóri þeirra sem þykir það mikilvægara að verja flokkinn sinn en að upplýsa sannleikann í hverju máli. Við erum búin að fá nóg af stjórnvöldum sem taka alltaf hag þeirra best settu í samfélaginu fram yfir hag þeirra sem eiga undir högg að sækja,“ segir Karl sem bætir við að þjóðin nenni ekki lengur að púkka upp á stjórnmálamenn sem „níðast á börnum, gamalmennum og öryrkjum“ og hygla vinum sínum og skoðanabræðrum.

„Við erum búin að fá nóg af stjórmálamönnum sem flagga orðum eins og „gegnsæi“ fyrir kosningar, en hafa svo ekki minnsta grun um merkingu þess um leið og þeir eru sestir í valdastól. Við nennum ekki lengur íslensku spillingunni. Nú langar okkur í eitthvað annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga