fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Hjónin voru sökuð um að fórna börnum: Sátu saklaus í fangelsi í rúm 20 ár

Dan og Fran Keller fengu rúmar 360 milljónir króna í bætur á dögunum

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 26. ágúst 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Dan og Fran Keller hafa fengið greiddar 3,4 milljónir Bandaríkjadala, 366 milljónir króna, eftir að hafa setið saklaus í fangelsi í 21 ár.

Líf þeirra hjóna, sem búsett eru í Texas í Bandaríkjunum, breyttist til hins verra seint á níunda áratug liðinnar aldar þegar ásakanir um kynferðisofbeldi þeirra gegn börnum komu fram. Þau ráku lítið dagheimili fyrir börn en allt hófst þetta þegar þriggja ára stúlka tjáði foreldrum sínum að hún hefði verið rassskellt af Dan, sem í dag er 75 ára.

Móðir stúlkunnar og félagsráðgjafi spurðu stúlkuna nánar út í ásakanirnar sem urðu sífellt alvarlegri. Allt frá rassskellingum til nauðgana sem ekki einungis beindust gegn stúlkunni heldur einnig fleiri börnum. Þá voru þau sökuð um djöfladýrkun og að fórna börnum. Þá voru þau sökuð um að fljúga með þau til Mexíkó þar sem þau voru misnotuð. Ekkert af þessu átti sér stað í raunveruleikanum.

Svo fór að Fran og Dan voru dæmd í 48 ára fangelsi árið 1992 og sátu þau í fangelsi allt til ársins 2013 að þeim var sleppt úr haldi. Í júní síðastliðnum voru þau hreinsuð af öllum ásökunum.

Það sem leiddi til sakfellingar á sínum tíma var framburður læknis sem sagði að kynfæri ungu stúlkunnar bæru þess merki að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það var svo löngu síðar sem þessi sami læknir sat ráðstefnu með kollegum sínum þar sem þessi mál voru meðal annars til umræðu. Mál hjónanna rifjaðist upp fyrir lækninum og það var þá sem hann áttaði sig á að hann hefði líklega gert mistök á sínum tíma; útlit kynfæra ungu stúlkunnar hefði í raun verið eðlilegt og ekki merki um að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Aðrir læknar hefðu vitnað um það á ráðstefnunni.

Hreyfing kom á málið í kjölfarið og árið 2013 var þeim sem fyrr segir sleppt. Fangelsisrefsingin hafði mikil áhrif á líf þeirra og eftir að þeim var sleppt hefðu þeim gengið illa að fá vinnu. Fran er 67 ára og Dan 75 ára, en með bótunum þurfa þau ekki að hafa fjárhagsáhyggjur það sem eftir er. „Nú erum við frjáls og getum farið að lifa lífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni