fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Fréttir

Eitrað fyrir umdeildum fyrirlesara á Íslandi

Robert Spencer, ritstjóri Jihad Watch, segir að íslenskur pólitískur andstæðingur sinn hafi byrlað sér ólyfjan. Lögregla staðfestir að málið sé til skoðunar.

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 16. maí 2017 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Spencer, ritstjóri Jihad Watch, fullyrðir á heimasíðu sinni að ungur íslenskur karlmaður hafi eitrað fyrir honum á veitingastað í Reykjavík. Spencer hélt fyrirlestur á Grand Hótel í síðustu viku sem bar yfirskriftina Íslam og framtíð evrópskrar menningar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við DV að lögð hafi verið inn kæra og að málið sé til skoðunar.

Spencer lýsir því í bloggfærslu að eftir fyrirlesturinn hafi hann farið á veitingastað ásamt föruneyti. Þar segir hann að ungur íslenskur karlmaður hafi kallað eftir sér með nafni, tekið í höndina á honum og sagt að hann væri mikil aðdáandi hans. Annar ungur maður hafi svo ávarpað hann með nafni, tekið í höndina á honum en því næst sagt honum að fara til fjandans. Um korteri seinna, þegar hann var kominn upp á hótelherbergi sitt, hafi honum farið að líða illa. Hann uppliði svima, doða í andliti, byrjaði að titra og kasta upp. Hann segist hafa varið nóttinni á Landspítalanum.

Að sögn Spencer kom í ljós á Landspítalanum að honum hafði verið byrlað ólyfjan. Að hans sögn leið honum illa í marga daga eftir á. Hann kveðst hafa kært málið til lögreglu þegar hann hafi náð sæmilegri heilsu á ný og að þar væri málið til rannsóknar. Fullyrðir Spencer m.a. að lögregla hafi kallað eftir öryggismyndbandi hjá veitingastaðnum.

Spencer segir að hann hafi verið fljótur að finna mennina sem tóku í höndina á honum á veitingastaðnum á Facebook. Hann segir nokkuð ljóst að maðurinn sem sagst hafi verið mikill aðdáandi hans, sé það ekki í raun og veru af Facebook-síðunni að dæma. Hann veit ekki hvor það er sem á að hafa eitrað fyrir honum en telur þó líklegra að það sé sá sem sagði honum að fara til fjandans.

Spencer er fullviss um að eitrað hafi verið fyrir honum af pólitískum ástæðum. „Það er enginn vafi um það: ég er viss um að sá sem eitraði fyrir mér á Íslandi var ánægður með það sem hann gerði. Honum hefur eflaust verið hrósað sem hetju þegar hann hefur sagt félögum sínum af verknaðinum. Ég geri mér grein fyrir því að margir lesendur eru eflaust ánægðir að ég hafi orðið alvarlega veikur. Það eitt og sér er merki um úrkynjun og mannvonsku vinstrimanna,“ skrifar Spencer.

Hjá lögreglustöð 1 við Hverfisgötu fékkst það staðfest nú í morgunsárið að Robert Spencer hafi lagt inn kæru og leitað á slysadeild. Málið væri til skoðunar en enginn hafi verið yfirheyrður að svo stöddu enda málið á algjöru frumstigi. Verið væri að safna gögnum og ákvörðun tekin í framhaldi um hvort einhver fengi réttarstöðu grunaðs í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðmundur og Erna sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnabrot – Lentu áður í sérsveitinni

Guðmundur og Erna sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnabrot – Lentu áður í sérsveitinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrautseigur ökuníðingur ákærður – Þrjú hjól undir bílnum en áfram skrölti hann þó

Þrautseigur ökuníðingur ákærður – Þrjú hjól undir bílnum en áfram skrölti hann þó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin ætla að láta Úkraínu fá langdræg flugskeyti – Hernaðarsérfræðingur segir ákveðið skotmark upplagt fyrir þau

Bandaríkin ætla að láta Úkraínu fá langdræg flugskeyti – Hernaðarsérfræðingur segir ákveðið skotmark upplagt fyrir þau
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimkomnir rússneskir hermenn gengu berserksgang – Myrtu sex í litlum bæ

Heimkomnir rússneskir hermenn gengu berserksgang – Myrtu sex í litlum bæ