fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Pilturinn var við hjálparstörf: Geðgóður, hjálplegur og vildi láta gott af sér leiða

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2017 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert bendir til að andlát 19 ára íslensks pilts hafi borið að með saknæmum hætti. Þetta segir Van Vyk upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Höfðaborg í samtali við Ríkisútvarpið.

Pilturinn fannst látinn á vinsælu útivistarsvæði í nágrenni Höfðaborgar í Suður-Afríku í gær. Hann mun hafa fundist á Tafelberg -fjalli, einu af kennileitum Höfðaborgar og vinsælu útivistarsvæði, eftir að hafa verið saknað frá því í hádeginu á laugardag.

Van Vyk segir að vont veður hafi verið á fjallinu þegar pilturinn lést. Samkvæmt heimildum DV er líklegt að móðir piltsins, faðir og fósturfaðir fari til Höfðaborgar en utanríkisráðuneytið aðstoðar fjölskylduna.

Pilturinn var samkvæmt heimildum DV nýlega kominn til borgarinnar þar sem hann ætlaði að vera við hjálparstörf. Er honum lýst sem afar geðgóðum og hjálplegum ungum manni sem vildi alltaf láta gott af sér leiða.

Ekki er hægt að greina frá nafni piltsins að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“