fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Nýtt myndskeið rannsakað í tengslum við hvarf Birnu

Auður Ösp
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan rannsakar nú nýtt myndskeið í tengslum við hvarfið á Birnu Brjánsdóttur. Á myndskeiðinu má sjá rauðan bíl, líklega Kia Rao en það náðist á upptöku eftirlitsmyndavélar áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. Frá þessu greinir Vísir.

Samkvæmt upplýsingum sem áður hafa komið fram var slökkt á farsíma Birnu aðeins nokkrum mínútum áður en rauði bíllinn næst á umrædda myndbandsupptöku.

Líkt og áður hefur komið fram sást rauð Kia Rio-bifreið sást á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna Brjánsdóttir sást síðast aðfaranótt laugardags. Bað lögreglan ökumann rauðu bifreiðarinnar að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109 sem allra fyrst. Ökumaður bílsins eða farþegar hans létu aldrei heyra í sér.

Fram kemur á vef Vísis að samkvæmt upptökunni bregði ökumanninum þegar hann sjái ljós kvikna á eftirlitsmyndavélinni, en vélin greinir hreyfingu. Bifreiðinni sé í kjölfarið ekið skyndilega á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni