Birtu í gær nýjar auglýsingar fyrir símann
Tæknirisinn Apple heldur áfram að birta auglýsingar þar sem finna má þekkt andlit í bland við brandara. Þetta má sjá í nýjum auglýsingu fyrir iPhone 6S símann.
Í fyrri auglýsingunni sem ber heitið „Onions,“ eða laukar, leggur Apple áherslu á 4K myndbönd sem hægt verður að taka upp á símann. Í auglýsingunni má sjá stelpu taka upp myndband á sama tíma og laukur er skorinn niður. Að lokum fær hún verðlaun frá Neil Patrick Harris.
Einnig skerpir Apple á notkun fingraskannans, og bendir á þá kosti sem hann býður upp á, þar á meðal að greiða fyrir vöru og þjónustu, skrá sig inn í flug og svo framvegis.