fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Fjölmennur íbúafundur á Kjalarnesi vegna fjölda hælisleitenda í Arnarholti

50 einhleypir karlmenn sem hafa ekkert við að vera. Hafa tekið myndir af konum og stúlkum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 10. mars 2016 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill uggur er í íbúum á Kjalarnesi vegna fjölda hælisleitenda sem dvelja í Arnarholti. Í Arnarholti búa nú um 50 karlmenn á vegum Útlendingastofnunnar á aldrinum 20 til 40 ára. Þrjátíu íbúar á Kjalarnesi mættu á hverfisráðsfund fyrr í dag og lýstu yfir áhyggjum af stöðu mála og var töluverður þungi í fólki. Höfðu þeir áhyggjur af börnum sínum. Samkvæmt heimildum DV kvartaði fólk yfir að hælisleitendur væru að leggja undir sig sjoppuna, sundlaugina og íþróttahúsið og væru þar öllum stundum. Þá væru foreldrar hræddir við að senda börn sín ein með strætó en hælisleitendur nota almenningssamgöngur til að ferðast til höfuðborgarsvæðisins. Einnig væru dæmi um að mennirnir væru að taka myndir af konum og stúlkum.

Jafnframt greindu foreldrar frá því að karlmennirnir hefðu ekkert við að vera og hópuðust því í sund og leggðu strætisvagna á svæðinu undir sig. Voru áhyggjur Kjalnesinga slíkar að ákveðið hefur verið að halda opinn fund fyrir alla íbúa Kjalarnes í næstu viku og óska eftir að fulltrúar frá Útlendingastofnun, forsvarsmenn Arnarholts og fulltrúar frá borginni, sitji fundinn.

Sigríður Pétursdóttir formaður hverfisráðs Kjalarnes staðfesti að fólk væri óttaslegið. Aðspurð af hverju sá ótti stafaði svaraði Sigríður:

„Þetta er ný staða hjá okkur á Kjalarnesi. Allt í einu hefur íbúum fjölgað mikið, þetta eru allt einhleypir karlmenn sem búa þarna í Arnarholti.“

Bætti Sigríður við að hún gæti ekki haft eftir íbúum hvernig áreitið lýsti sér en staðfesti heimildir DV. Stefnt væri á að halda fund og leysa málið. Hún hefði fyrst í gær og í dag heyrt kvartanir frá íbúum á svæðinu.

„Hér þarf að vera góð búseta eftir sem áður. Allir búi hér í sátt og samlyndi og við ætlum að hafa opinn fund í næstu viku þar sem við fáum vonandi fulltrúa frá útlendingastofnun. Það þarf að leysa þessi mál. Það er slæmt að það skuli ekki hafa verið kynnt fyrir okkur íbúunum á Kjalarnesi áður en að hælisleitendur komu. Við hefðum viljað vita það fyrirfram.“

Opinn fundur verður í næstu viku og hefur Sigríður trú á að hægt verði að leysa málið á farsælan hátt.

Hafsteinn Númason situr einnig í hverfisráði. Í samtali við DV staðfesti hann ótta þeirra Kjalnesinga sem á fundinn mættu.

„Það er komin hræðsla í fólk. Þeir hafa tekið myndir af konum og stúlkum og jafnvel elt þær. Þeir hafa ekkert við að vera.“

Aðspurður hvort einhver alvarleg tilvik hefðu komið upp, svaraði Hafsteinn neitandi.
„Það var mikill þungi í fólki og allt íbúar sem höfðu áhyggjur af stöðu mála. Vanalega erum við í vandræðum með að fá fólk á fund,“ sagði Hafsteinn og bætti við að aðeins ein manneskja væri á vakt í sundlauginni sem hann telur of lítið. „Það er líka ábyrgðarhluti að setja mennina þarna án þess að gera eitthvað fyrir þá.“

Eru Kjalnesingar ekki bara skelkaðir við hið óþekkta?

„Nei, ekkert meira en aðrir. Flest okkar vinna í bænum og innanum fólk. Það skapast líka hræðsla út af því sem hefur gerst í nágrannalöndunum og fréttaflutningi af þessum málum. Það þarf ekki nema eitt skemmt epli til að hleypa öllu í bál og brand,“ svaraði Hafsteinn og bætti við: „Það er ekki hægt að henda fólki eitthvað og láta það ekki hafa neitt að gera. Allir sem mættu á fundinn höfðu áhyggjur af stöðu mála og það var mikill þungi í fólki og miklar áhyggjur.“

Frá Arn­ar­holti.
Frá Arn­ar­holti.

Sigríður Pétursdóttir sagði einnig í samtali við DV að ræða þyrfti málið í þaula. Hvort búsetan yrði þarna áfram eða gripið til aðgerða. Íbúar fræddir eða þjónusta bætt við íbúa. Að mörgu væri að huga og hverfisráðið hefði ekki fengið neina kynningu né haldbær gögn um starfsemi á Arnarholti.

DV ræddi einnig við Stefán Stefánsson staðarhalda á Arnarholti sem vildi lítið tjá sig um áhyggjur íbúanna. Þá vildi hann ekki ræða hlutverk sitt sem staðarhaldara og sagði það vera milli sín og fyrirtækisins sem hann starfar hjá.

Í viðtali við Morgunblaðið fyrir tveimur árum lýsti Stefán yfir að hann vildi fá hælisleitendur í Arnarholt. Hugsunin væri að byggja einstaklingana upp í rólegu umhverfi með fjölbreyttri dagskrá. „Þetta á ekki bara að vera geymsla, heldur snýst þetta um lausnir og að koma þeim út í samfélagið. Við viljum hjálpa þeim að koma fótunum undir sig.“

Í samtali við DV, aðspurður hvort hælisleitendur á Arnarholti væru til fyrirmyndar eða hvort áhyggjur íbúa á Kjalarnesi væru á rökum reistar svaraði Stefán stuttur í spuna: „Ég get ekki svaraði því. Ég þekki þá ekki mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Í gær

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Í gær

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi