fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kópavogsbær leitaði ekki eftir tilboðum fyrir Kórinn

Samdi við Exton um leigu á hljóðkerfi fyrir Kórinn – Formaður HK hluthafi í fyrirtækinu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. desember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kópavogsbær leitaði ekki eftir tilboðum í hljóðkerfi fyrir íþróttahúsið Kórinn áður en bæjaryfirvöld sömdu við fyrirtækið Exton um leigu á tækjum. Íþróttafélagið HK fór fram á að hljóðkerfi hússins yrði endurnýjað en formaður þess er einn eigenda og framkvæmdastjóri hjá Exton. Formaðurinn keypti sig inn í fyrirtækið í júlí eða í sama mánuði og Exton bauð Kópavogsbæ að leigja kerfið. Til greina kemur að bærinn kaupi hljóðkerfið en leigan hljóðar upp á átta milljónir króna í 17 mánuði.

„Leiguverðið er átta milljónir króna og í því er innifalin uppsetning, kennsla og viðhald. Þessi upphæð er ekki útboðsskyld og er undir mörkunum. Bærinn hefur í gegnum tíðina átt í margvíslegum viðskiptum við fyrirtækið og þeir hafa komið að einhverjum af tónleikunum í Kórnum,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, aðspurð af hverju bærinn leitaði ekki tilboða í hljóðkerfi fyrir Kórinn.

Sigurjón Sigurðsson keypti í sumar hlut í Exton ehf. Fyrirtækið leigir Kópavogsbæ hljóðkerfi fyrir Kórinn.
Formaður HK Sigurjón Sigurðsson keypti í sumar hlut í Exton ehf. Fyrirtækið leigir Kópavogsbæ hljóðkerfi fyrir Kórinn.

Bieber-kerfi

Sigríður Björg segir að umhverfissvið bæjarins hafi þann 1. júlí síðastliðinn samið um leigu á tækjunum sem voru sett upp fyrir tónleika kanadísku poppstjörnunnar Justins Bieber í Kórnum. Tónleikarnir voru haldnir 9. september en leigusamningurinn tók gildi 1. september. Kópavogsbær var því byrjaður að greiða leigu þegar Sena Live hélt tónleikana en taka ber fram að hljóðkerfið var einungis hluti af þeim tækjabúnaði sem viðburðafyrirtækið notaði til tónleikahaldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni