fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Brugguðu bjór með íslenskum humlum

– Bruggmeistarar Borgar Brugghúss notuðu fyrstu uppskeruna af íslenskum humlum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. nóvember 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr bjór sem Borg brugghús mun kynna á næsta ári er bruggaður með íslenskum humlum úr gróðurhúsi á Flúðum. Aldrei áður hefur bjór verið framleiddur með humlum héðan af landi var um fyrstu uppskeru nytjaplöntunnar á Íslandi að ræða.

Bruggmeistarar Borgar, sem er í eigu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, greindu frá þessu á Facebook-síðu fyrirtækisins á föstudag. Segir þar að humlarnir séu af gerðinni Columbus en plantan er notuð til að bragðbæta bjór og auka geymsluþol. Ekki kemur fram um hvers konar bjór er að ræða eða hvaða nafn hann mun fá.

„Loksins!! – íslenskir humlar!!!. Sá merki viðburður átti sér stað í vikunni að við brugguðum bjór úr fyrstu uppskeru af íslenskum humlum sem voru ræktaðir af miklum snillingum í gróðurhúsi á Flúðum og eru af gerðinni Columbus. Við getum ekki beðið eftir því að smakka á þessu. Tímamót! — at Borg Brugghús,“ segir í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni