fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Tim Kaine verður varaforsetaefni Clinton

Búist er við að Clinton tilkynni varaforsetaefnið síðar í dag

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. júlí 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Kaine verður varaforsetaefni Hillary Clinton, sem verður forsetaframbjóðandi Demókrata. Tim er þingmaður frá Virginíu. Hillary tilkynnti ákvörðun sína seint á Twitter í gærkvöldi. Búist er við að hún muni tilkynna val sitt síðar í dag.

Hann er mikill stuðningsmaður fríverslunarsamninga, en hann staðsetur sig við miðju í pólitík. Talið er að Tim gæti aðstoðað Hillary að höfða betur til spænskumælandi Bandaríkjamanna en hann talar reiprennandi spænsku.

Valið á Tim er talið öruggt, en breska ríkisútvarpið, BBC greinir frá því að valið á honum muni ekki styggja marga flokksmenn. Sjálfur hefur Tim sagst vera á móti fóstureyðingum, þó hann styðji rétt kvenna til fóstureyðinga.

Tim var borgarstjóri í Richmond í Virginíu á árunum 1998 til ársins 2001 og er hann talinn hafa staðið sig vel í embætti. Einnig var hann sjötugasti ríkisstjóri Virginíu á árunum 2009 til ársins 2011. Einnig er hann sagður hafa staðið sig vel í því hlutverki. Þá hefur Tim aldrei tapað í kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni