fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Erdogan lýsir yfir þriggja mánaða neyðarástandi í Tyrklandi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tayyip Erdogan forseti Tyrklands segir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í landi hans eftir að forsetinn fundaði í dag með þjóðaröryggisráði landins. Það á að vara næstu þrjá mánuði. Með því öðlast tyrknesk stjórnvöld auknar valdheimildir þar sem ýmsum lögum og reglum er vikið tímabundið til hliðar til að auðvelda að kveða niður uppreisnaröfl sem gætu hugað á nýjar valdaránstilraunir.

„Það er mögulegt að valdaránstilraunin sé enn ekki afstaðin og fleiri áætlanir um slíkt gætu verið fyrir hendi,“ sagði Erdogan í ávarpi fyrr í kvöld þar sem hann lýsti yfir þriggja mánaða neyðarástandi. Í viðtali við Al-Jazeera sagði hann hugsanlegt að erlend ríki hafi átt aðild að valdaránstilrauninni sem hófst á föstudagskvöld. „Þetta verður rannsakað frekar,“ bætti hann við.

Tyrknesk yfirvöld hafa brugðist af hörku við valdaránstilrauninni og þegar hafið umfangsmiklar hreinsanir. Rúmlega 50.000 manns hafa verið handtekin eða sagt upp stöðum sínum. Þar á meðal eru tugir þúsunda kennara á ýmsum skólastigum. Alls hafa 99 af æðstu foringjum hersins þegar verið ákærðir fyrir aðild að tilraun til valdaráns. Það er nær þriðjungur af æðstu herforingjum Tyrklands sem teljast vera 356 manns. Minnst 2.800 hermenn hafa verið teknir höndum.

„Sem kjörinn forseti og æðsti yfirmaður heraflans mun ég sjá til þess að allar veirur í hinum vopnuðu sveitum Tyrklands verði hreinsaðar út,“ sagði Erdogan.

Þar að auki er búið að handtaka 113 dómara og ríkissaksóknara. Meðal þeirra eru tveir dómarar í svonefndum stjórnarskrárdómstól sem er æðsta dómstig landsins. Um 2.500 dómarar og lögfræðingar á neðri dómstigum hafa verið reknir frá störfum. Háskólakennurum og öðrum fræðafólki á háskólastigi hefur verið bannað að fara úr landi og þau sem eru stödd erlendis hafa fengið fyrirmæli um að snúa þegar heim til Tyrklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni