fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Bandaríkjamaður dæmdur til 10 ára erfiðisvinnu í Norður-Kóreu

Kim Dong Chul sagður hafa stundað njósnir

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. apríl 2016 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa dæmt bandarískan ríkisborgara, Kim Dong Chul, til tíu ára erfiðisvinnu. Kim, sem er 63 ára, var dæmdur fyrir njósnir og er hann annar bandaríski ríkisborgarinn sem dæmdur er til erfiðisvinnu í landinu á þessu ári.

Kim þessi er fæddur í Suður-Kóreu og er hann sagður, samkvæmt frétt AP, hafa stundað viðskipti í Norður-Kóreu og haft búsetu í Kína og í Bandaríkjunum.

Kim viðurkenndi fyrir framan fjölmiðla í mars síðastliðnum að hafa unnið að því að stela ríkisleyndarmálum og stunda njósnir í Norður-Kóreu fyrir yfirvöld í Suður-Kóreu. Markmiðið hefði verið að grafa undan yfirvöldum í Norður-Kóreu. Allar líkur eru á að Kim hafi ekki átt margra kosta völ þegar hann var leiddur fyrir ríkisfjölmiðla Norður-Kóreu, handritið af blaðamannafundinum hafi verið skrifað fyrirfram. Hann var handtekinn í október síðastliðnum.

Leyniþjónusta Suður-Kóreu hefur þvertekið fyrir að Kim hafi stundað njósnir á þeirra vegum. Eins og greint var frá fyrir skemmstu var ungur Bandaríkjamaður, Otto Warmbier, dæmdur til fimmtán ára erfiðisvinnu í Norður-Kóreu fyrr á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni