Radovan Karadžić dæmdur í 10 ákæruliðum af 11
Radovan Karadžić hefur verið sakfelldur fyrir að bera ábyrgð á þjóðarmorðum í Bosníu á árunum 1992 til 1995. Dómurinn var staðfestur í dag af Alþjóðasakadómstólnum. Karadžić var einnig ákærður fyrir aðra níu liði og hefur verið dæmdur til 40 ára fangelsisvistar.
Í stríðinu í Júgóslavíu var Karadžić fundinn sekur um morð, að ráðast á óbreytta borgara, og hryðjuverk með umsátri sínu í Sarajevo, höfuðborg Bosníu á meðan stríðið stóð yfir í landinu á árunum 1992 til 1995. Í stríðinu dóu um 100.000 manns.
Dómarinn sagði Karadžić hafa notað aðferðir þar sem notaðar voru leyniskyttur og sprengingar þar sem borgarnir voru skotmarkið, vegna pólitískra skoðana þeirra. Hann var dæmdur sekur í tíu ákæruliðum af ellefu. Hann framdi tvenns konar þjóðarmorð, en var ekki fundinn sekur um að vera ábyrgur fyrir því þegar bosnískir múslimar og Króatar voru hraktir úr þorpum af hersveitum Serba.
Saksóknarar kærðu Karadžić fyrir að bera ábyrgð á voðaverkunum sem pólitískur leiðtogi og yfirmaður serbneska hersins í Bosníu, sem einnig er sakaður um grimmdarverk í stríðinu. Karadžić hefur haldið fram sakleysi sínu og viljað meina að það sem hann gerði á þessum tíma hafi verið til að vernda Serba.
Þessi dómur hefur fordæmisgildi á heimsvísu, og gefur fyrirheit um herta alþjóðlega dóma fyrir glæpi sem tengjast ábyrgð pólitískra leiðtoga á grimmdarverkum sem framin eru undir þeirra stjórn. Rannsókn á máli Karadžić er eitt síðasta skrefið í málsmeðferðum tengdum stríðinu í Júgóslavíu. Þegar dómsmál tengd stríðinu voru kynnt til sögunnar, árið 1993, var 161 einstaklingur grunaðir. Af þessum einstaklingum voru 80 dæmdir og sakfelldir, 18 voru sýknaðir, 13 voru sendir til síns heimalands og dæmdir þar. Mál 36 einstaklinga voru afturkölluð. Mál þriggja einstaklinga eru enn í rannsókn, þar á meðal er mál þjóðernissinnans Vojislav Seselj. Átta málum hefir verið áfrýjað og tveir hafa beðið um endurupptöku.
Karadžić var ákærður ásamt Ratko Mladic árið 1996, en þeir sluppu undan réttvísinni þar til Karadžić var handtekinn í Belgrad í Serbíu árið 2008.