fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Halldór Bjarkar hættur hjá Arion banka

Var lykilvitni í málum sérstaks saksóknara gegn stjórnendum Kaupþings – Bar ábyrgð á sölu á hlutum bankans í Símanum sem var gagnrýnd harðlega

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. janúar 2016 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka, mun hætta störfum hjá bankanum á næstu dögum. Frá þessu er greint á visir.is en tilkynnt var um ákvörðunina núna í morgun.

Halldór Bjarkar hefur verið framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka frá því í september árið 2011 en þar áður var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu hjá bankanum. Þá var Halldór Bjarkar viðskiptastjóri á útlánasviði bankans á árunum 2005 til 2008.

Sala Arion banka, sem var í umsjón fjárfestingabankasviðs bankans, á hlut í Símanum til annars vegar fjárfesta og stjórnenda í Símanum og hins vegar til vildarvina bankans í aðdraganda útboðs Símans síðastliðið haust var gagnrýnd harðlega. Var hluturinn seldur til fjárfestanna á mun lægra gengi en nam útboðsgengi Símans skömmu síðar.

Arion banki hefur viðurkennt að salan á 5% hlut í Símanum til vildarviðskiptavina bankans, skömmu fyrir hlutafjárútboð fjarskiptafyrirtækisins, hafi verið misráðin. Verklagi varðandi sölu á stærri eignarhlutum bankans í fyrirtækjum var í kjölfarið breytt. Bankinn hefur hins vegar hafnað því að óeðlilega hafi verið staðið að sölu á 5% hlut til fjárfestahóps sem var leiddur af Orra Haukssyni, forstjóra Símans, á genginu 2,5 en útboðsgengi Símans var hins vegar 3,33 krónur á hlut. Ekki hafi verið um að ræða „neinn afslátt“ í ljósi þess að fjárfestarnir mega ekki selja bréfin fyrr en í fyrsta lagi eftir átján mánuði.

Segist ekki hafa breytt málflutningi sínum

Halldór Bjarkar hefur einnig verið lykilvitni í málum sérstaks saksóknara gegn helstu stjórnendum Kaupþings. Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í þessari viku í hinu svonefnda Chesterfield-máli að Halldór Bjarkar hefði verið óstöðugur í þeim skýrslum sem hann gaf í málinu. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru allir sýknaðir í málinu.

Við upphaf réttarhaldanna í Chesterfield-málinu sakaði Hreiðar Már Halldór Bjarkar um innherjasvik þegar hann seldi bréf sín í Kaupþingi og Exista nokkrum dögum fyrir fall bankans. Halldór Bjarkar hefur hafnað ásökunum um að hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf í Kaupþingi – hann segist aldrei hafa selt bréf í Exista – og jafnframt því að hann hafi breytt málflutningi sínum þegar hann gaf skýrslu í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Í gær

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Í gær

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun