

Sumarið 1993 valdi Pressan lista yfir bestu og verstu útvarpsmennina. Leitað var til nokkurra valinkunnra Íslendinga til að gefa álit og kjósa. Sumir útvarpsmennirnir enduðu á báðum listum.

Illugi Jökulsson – RÚV
„Hættir til að hafa einum of neikvæðar skoðanir en tekst þó oftast að koma þeim skemmtilega neyðarlega fyrir.“

Jón Múli Árnason – RÚV
„Uppáhaldsútvarpsröddin.“
Pétur Tyrfingsson – RÚV
„Þekking, kímni og þægileg rödd í bland við einlægt blústrúboð.“
Snorri Sturluson – RÚV
„Einn fárra plötusnúða á launaskrá útvarpsstöðvanna sem kunna bæði að snúa plötum og tala íslensku.“

Stefán Jón Hafstein – RÚV
„Sá í nútíma sem rímar við það sem Jón Múli gerði áður.“
Ævar Kjartansson – RÚV
„Mjög góður í að laða fram hjá fólki kjarnann í máli þess.“

Stjáni Stuð – Útrás
„Slær í gegn með taumlausri gleði yfir að vera í útvarpi.“

Besta par: Radíusbræður ásamt Jakobi Bjarnar
„Hafa vit á því að höfða ögn meira til vitsmuna fólks en aðrir sem standa að svipuðum þáttum.“
Tveir með öllu/Jón Axel og Gulli Helga – Bylgjan
„Sjálfumglaðir monthanar.“

Eiríkur Jónsson – Bylgjan
„Blæs allur út ef viðmælandinn er feiminn og veður yfir viðkomandi með offorsi.“
Valdís Gunnarsdóttir – FM 957
„Væmin og tilgerðarleg, svo úr hófi keyrir.“

Jónas Jónasson – RÚV
„Sumir menn eiga að þekkja sinn vitjunartíma.“
Bjarni Dagur Jónsson – Bylgjan
„Kemur út sem sífelld kók- og marsípanauglýsing.“
Kristján Þorvaldsson – RÚV
„Svo þvoglumæltur að hann færi líklega betur í textavarpi.“
Ingibjörg Gréta Gísladóttir – Bylgjan
„Talar jafnverstu íslensku sem heyrst hefur í útvarpi.“


Þorsteinn J. – RÚV
„Frumlegastur útvarpsmanna“ – „Óþolandi tilgerðarlegur“

Páll Óskar – Aðalstöðin
„Lætur allt flakka“ – „Virðist standa í þeirri trú að útvarp hafi verið fundið upp fyrir hans eigin persónu.“

Sigurður G. Tómasson – RÚV
„Mátulega ögrandi“ – „Einhver sá forpokaðasti.“