fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Kennedy var veikur og kvalinn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. september 2018 09:00

Kennedy og Krjúsjov 1961

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjaforsetinn John F. Kennedy er tvímælalaust með þeim myndarlegri í sögunni og sjarminn lak af honum. Hann var slík stjarna að sjálf Marilyn Monroe söng afmælissönginn fyrir hann á 45 ára afmælinu. Í fjölmiðlum var hann sýndur sem boðberi nýrra tíma, ungur og ferskur, heilbrigð Ameríka framtíðarinnar. Í raun og veru var hann einn heilsuveilasti Bandaríkjaforseti sögunnar.

Fárveikur forseti

Það var sagnfræðingurinn Robert Dallek sem rannsakaði læknaskýrslur Kennedys frá árunum 1955 til 1963. Árið 2002 gaf hann út skýrslu sem sýndi allt aðra mynd af Kennedy en við erum vön að sjá. Árið síðar gaf Dallek út metsölubók um ævi og heilsu forsetans. Í rannsóknum Dalleks kom í ljós að Kennedy var með mjög hátt kólesteról, ristilbólgur og aðra meltingarfærasjúkdóma, hann fékk gigtarköst, hitaköst, niðurgang, þvagfærasýkingar, glímdi við svefnleysi og fékk iðulega stór graftarkýli á líkamann.

Kennedy var undir stöðugu eftirliti Janet Travell, læknis Hvíta hússins, og var reglulega sprautaður með ótal lyfjakokteilum. En heilsubrestur Kennedys var svo mikill að tveir aðrir læknar voru kallaðir til til að meðhöndla hann. Voru þeir ekki alltaf sammála og samtaka um meðferðir. Aukaverkanirnar af lyfjunum gátu valdið dómgreindarbresti, ofvirkni og miklum skapsveiflum. Þegar einn læknanna, George Burkley, tók yfir lyfjagjöfina og hætti að sprauta forsetann með sterum og amfetamíni virtust ákvarðanir hans verða betri. Sumir vilja þakka farsæla lausn Kúbudeilunnar nefndum Burkley.

Ruðningsslys og sjaldgæfur nýrnasjúkdómur

Rótin að flestum sjúkdómunum og einkennunum var sjaldgæfur nýrnasjúkdómur sem kallast Addisons. Kennedy var greindur með Addisons aðeins þrítugur, árið 1947, þegar hann var nýkjörinn í fulltrúadeild þingsins. Ótengt því var Kennedy einnig haldinn alvarlegum skjaldkirtilsvandamálum og þjáðist mögulega af sjálfsofnæmi.

Það voru ekki aðeins sjúkdómar sem hrjáðu Kennedy heldur einnig slys. Í háskóla, árið 1937, lenti Kennedy í ruðningsslysi og fékk mikið högg á bakið. Eftir þetta var hann sárkvalinn af bakverkjum. Þegar stríðið braust út og hann vildi þjóna í hernum stóðst hann ekki læknisskoðun. Faðir hans, sem var sendiherra á Bretlandi, kom því hins vegar í kring að sjóherinn tók við honum. En þegar Kennedy bjargaði félaga sínum í árás japanska hersins á Kyrrahafi ágerðust meiðslin enn frekar. Bakverkirnir háðu Kennedy út lífið og voru svo miklir að hann var skorinn upp á mænu vegna þeirra.

Hvíta húsið passaði vel upp á að ekki yrði greint frá þessum alvarlegu heilsufarsvandamálum forsetans og meðhöndlunin var gerð með mikilli leynd. Eins og flestir vita var Kennedy myrtur þann 22. nóvember árið 1963 í Dallas, aðeins 46 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“