fbpx
Laugardagur 18.maí 2024

Ragga nagli: „Fullkominn magi er ekki raunverulegur. Raunverulegur magi er ekki fullkominn“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. júní 2018 16:00

Mynd: Andrea Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um af hvernig við eigum að klæða okkur í nýjar spjarir af orðum.

Naglinn hefur sagt sjálfri sér sömu skáldsöguna í tuttugu ár.
Að vera með feitan maga.
Of feitur nafli. Of hvít bumba. Múffutoppur.
Enginn sixpakk. Þvottur á þvottabrettinu.

Og klætt sig í orðin eins og gamlan skinnsokk og leyft orðunum að sverfa sálina.
Eins og aldan holar bergið sem brýtur það niður með tímanum.

Í eigin huga hefur Naglinn ekki verið nógu góð til að flíka maganum á almannafæri.
Samferðamönnum þyrfti að hlífa við slíkri hryggðarmynd.
Lítil börn hlytu varanlegan skaða.

Að fara úr bolnum og æfa á topp með bert á milli laga er því eitthvað sem Naglinn gerir einungis í neyðaraðstæðum.
Eins og þegar hitamælirinn fer norður fyrir tuttuguogtvær sem er of volgt fyrir bleiknefjaðan Íslending.

Slíkar hálfar flíkur væru bara fyrir þessar flottu. Þessar fitt og flottu. Þessar vöðvuðu og fílteruðu á Instagramminu.
Ekki Naglann með sína keppi.

Hræðslan og skömmin og ekki-nógan í öllu sínu veldi.

Skömmin segir við okkur að það sé einhver galli í okkar fari sem þarf að fela fyrir náunganum til að verða ekki hafnað af hjörðinni.
Útskúfað úr samfélaginu.
Fá hæðnisbréf frá ríkisstjórninni.
Tjörguð og fiðruð á torgum.

Baráttan við að taka minna pláss í veröldinni svo fleirum líki vel við okkur. Svo sjálfið verði hamingjusamara.
Þessi barátta verður eins og hundur að elta skottið sitt heldur geðheilsunni oft í gíslingu.

Farðu í störukeppni við skömmina. Talaðu upphátt um hana. Sýndu þig og sperrtu.

Skömmin þrífst á þögninni. Hún nærist þegar við felum okkur.
Skömmin visnar þegar við hefjum upp raustina. Hún myglar þegar við tökum pláss.

Fullkominn magi er ekki raunverulegur. Raunverulegur magi er ekki fullkominn.
Brjóst eru ekki jafnstór. Rasskinnar eru með slitför, freknur og spékoppa. Nef eru skökk.
Læri eru misstór.

Naglinn hefur ákveðið að vera drull um lausa húð, latan nafla, hvítan kvið og nafladellur.

Og búa til nýja sögu byggða á sönnum atburðum.
Að klæða sig í nýjar spjarir af orðum.
Sterkur kviður. Vinnuþjarkur. Hörkutól. Hugrökk sál.

Því oftar sem þér verður drull um lögun skrokks, því betur geturðu einblínt á frammistöðu hans.
Þannig geturðu búið til nýja sögu í hausnum.

Með orðum sem byggja upp sálina eins og LEGO kubbar.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán Einar saumaði að Höllu Tómasdóttur – „Varst þú blind á hætturnar og þennan hrylling sem var að hlaðast upp?“

Stefán Einar saumaði að Höllu Tómasdóttur – „Varst þú blind á hætturnar og þennan hrylling sem var að hlaðast upp?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfest að þessir þrír fari frá Arsenal í sumar

Staðfest að þessir þrír fari frá Arsenal í sumar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sakaður um að hafa dópað og nauðgað konu – Þarf að hitta geðlækni

Sakaður um að hafa dópað og nauðgað konu – Þarf að hitta geðlækni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Grafarvogsbúar þreyttir á hægri rétti – „Er ekki soldið spes að lögreglan gefi bara skít í þessa reglu líka?“

Grafarvogsbúar þreyttir á hægri rétti – „Er ekki soldið spes að lögreglan gefi bara skít í þessa reglu líka?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot skrifar undir hjá Liverpool í dag

Arne Slot skrifar undir hjá Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir að Tuchel sé í virku samtali við Manchester United

Staðfestir að Tuchel sé í virku samtali við Manchester United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.