Elsku mamma. Fyrirgefðu að ég heimsæki þig ekki eins oft og ég var vön. Fyrirgefðu að ég hringi sjaldnar. Fyrirgefðu að ég er hætt að koma í kósýkvöld og spjalla við þig eins og við gerðum. Það er bara ekki eins.. ekki nærrum því eins. Ég veit að það er erfitt að muna hvaða dagur er eða hvaða ár. Ég veit að það er erfitt að muna hvernær ég kom seinast. Ég veit að það er erfitt að halda að þú sérst búin að borða, búin að fara út eða búin að fara fram úr rúminu.
En ég mun hjálpa þér. Ég mun hjálpa þér að muna hvaða dagur er, ég mun hjálpa þér að muna að borða og ég mun hjálpa þér fram úr. Alveg eins og þú hefur gert fyrir mig alla mína ævi. Núna er komið að mér. Núna er minn tími til að hjálpa þér. Á endanum gleymiru mér, en ég mun aldrei gleyma þér. Ég elska þig.
Færslan er skrifuð af Valgerði Sif og birtist upphaflega á Öskubuska.is