fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Sara fékk 116 typpamyndir á nokkrum tímum – mömmurnar fá myndirnar

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 27. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Seinustu klukkustundirnar er ég búin að fá 116 myndir af tilkomulitlum typpum sem ég tók að sjálfsögðu skjáskot af svo ég geti sent til mæðra þessa siðprúðu drengja. Þær verða eflaust stoltar að hafa gengið með barn í 9 mánuði, ýtt því út um klofið á sér, alið það upp og borgað fyrir það í 18 ár til þess að þeir gætu áreitt ókunnugar stelpur á netinu.“

Svona hefst pistill Söru Mansour sem hún deildi á Facebook síðu sinni í gær. Sara stundar háskólanám í Kaíró en er þekkt fyrir skrif og umfjöllun um femínisma og mannréttindabaráttu. Það sem varð til þess að 116 drengir og karlmenn ákváðu að senda Söru myndir af kynfærum sínum voru innlegg hennar á Snapchat (saramansour96).

Sara birti þar skilaboð um kvennabaráttu í tilefni þess að í gær voru liðin tvö ár frá því að femíníska andófsbylgjan „Free the nipple“ fór af stað á Íslandi. Eftir allnokkrar áskoranir tók hún þau saman í pistli á facebook.

Við birtum hér pistil Söru með góðfúslegu leyfi.

Í dag eru komin tvö ár síðan íslenskar konur fengu nóg af ofbeldinu sem við verðum allar fyrir einhvern tíma á lífsleiðinni. Kynbundið ofbeldi er eitt rótgrónasta og útbreiddasta mannréttindabrot veraldar. Það ógnar öryggi og velferð meira en helmings jarðarbúa.

 

Ofbeldi gegn konum eykst í samræmi við önnur félagsleg vandamál, s.s. fátækt, ófrið, atvinnuleysi, rasisma, misnotkun áfengis eða fíkniefna og illa meðferð á börnum. Ef við ætlum að draga úr ofbeldi verðum við að tryggja réttlátt samfélag og ef við ætlum að laga samfélagið verðum við að byrja á stöðu kvenna.

 

26. mars var dagurinn sem við stóðum upp fyrir okkur og fyrir kynsystrum okkar sem hafa þjáðst í þögn allt of lengi… endalausu myrku þögninni sem fylgir kynferðisofbeldi. Við gerðum þetta fyrir allar konur sem störðu út í loftið með einhver eða einhverjir svipti þær sálinni. Fyrir konur sem gátu ekki sagt „nei“ – ekki að það hefði breytt neinu – því okkur er kennt að þögn jafngildi samþykki. Fyrir konurnar sem treystu einhverjum sem notfærðu sér stöðu sína og tóku reisn þeirra og hentu henni út í buskann þegar þeir voru búnir. Fyrir konurnar sem misstu þá löngunina til að lifa og féllu fyrir eigin hendi. Fyrir konurnar sem voru myrtar af reiðum körlum og þögn þeirra varð eilíf.

 

Nauðgunarmenning er ósýnilegt afl sem bindur fyrir munninn á konum. En þetta var dagurinn sem við bitum í beislið. Því við munum allar eftir fyrsta skiptinu sem við vorum áreittar. Mitt var í Bláa lóninu. Það var steggjapartý og ég var nýbúin að læra synda almennilega án kúta.

 

Ég veit að karlar verða líka fyrir ofbeldi og að konur beita því líka. Og strákarnir eiga samúð mína en stelpurnar skömmina. Ég veit að karlar upplifa líka sársauka á grundvelli kyns síns, t.d. í forræðismálum, dómskerfinu, hernaði, bældum tilfinningum, sjálfsmorðstíðni, heimilisleysi og mörgu, mörgu fleira. En dagurinn í dag snýst um konur – kvenfrelsi – frelsun geirvörtunnar, þó auðvitað muni einhver alltaf þurfa að segja „En hvað um karla?“
Það mun alltaf vera einhver lítill karl sem segir að það ríki ekki ójafnrétti á Íslandi eða allavega ekki lengur. Og hann heldur innilega að hann hafi rétt fyrir sér. Ráðuneyti staðfesta launabil kynjanna en samt mun alltaf vera einhver, jafnvel konur í valdastöðum, sem kallar það uppspuna móðursjúkra kvenna. Við eigum það nefnilega til að ímynda okkur hluti, er það ekki? En fyrir tveimur árum frelsuðum við geirvörtuna og mótlætið sem við mættum var EKKI ímyndun.

 

Ég er stolt af tilheyra kynslóðinni sem tók af skarið og þakklát konunum sem ruddu veginn. Ég veit að þær vaka yfir okkur með bros á vör og ber brjóst. Ég er einnig stolt að tilheyra þeim hluta samfélagsins sem stóð með konum í stað þess að niðra þær. Þetta er nefnilega skrítið samfélag. Samfélag, af hverju hatarðu konur?
Þetta er samfélag þar sem kvenmannsbrjóst er kyngerð, óháð vilja konunnar. Þannig þurfa karlar ekki að sjá hana sem manneskju né að koma fram við hana sem slíka. All staðar birtast okkur auglýsingar af konum í brjóstahöldum, en um leið og sést í litlu brúnu totuna er það klám. Konur mega ekki gefa börnum sínum að drekka, ala mannkynið, án þess að vera litnar hornauga – jafnvel beðnar að hylja sig! Brjóst mega sem sagt bara sjást þegar karlmenn geta grætt á þeim.

 

Þetta er samfélag þar sem strákar njóta þess að skoða brjóst á netinu en um leið og stelpa birtir mynd af þeim sjálf er hún athyglissjúk hóra. Samfélag þar sem karlar segja systrum sínum og dætrum að hræðast ókunnuga en móðgast síðan þegar konur sem þeir þekkja ekki neita að tala við þá. Kona sem að talar ekki er veiklunduð en kona sem að talar er tík. Allt sem kona gerir er annað hvort of lítið eða of mikið. Við getum ekki unnið.
Þeir vilja sterkar stelpur svo lengi sem þær vita hver er raunverulega við völdin. Þeir vilja klárar konur, þ.e.a.s. meðan þær reyna ekki að vita betur en þeir sem vita alltaf best. Þeir vilja alveg kynjajafnrétti, en „eru konur ekki að biðja um aðeins of mikið?“. Hlutirnir eru nú svo miklu betri en þeir voru.
Þetta er það sem ég ákveð að gera við minn líkama, ekki eitthvað fyrir fjölmiðla eða lokaða facebook-hópa til að hafa skoðanir á. Og þeir sem reyna að gera þetta að einhverju öðru þurfa að læra að skammast sín.

Fokk feðraveldið og #FreeTheNipple!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.