fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

Björgvin Franz gerir vefþætti um Hafnarfjörð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta tölublaði Fjarðarpóstsins sem kom út í dag er rætt við leikarann og Hafnfirðinginn Björgvin Franz Gíslason. Hann er nú að framleiða vefþáttaseríu um Hafnfirðinga og Hafnarfjörð, í samstarfi við Óla Björn Finnsson. Þeir segja þættina samfélagslegt verkefni og vilja með þáttunum vekja meiri athygli á því sem Hafnarfjörður hefur upp á bjóða.

Þetta er mitt innlegg í það að vekja athygli á Hafnfirðingum og einhverju af því sem hér á sér stað og hvað bærinn hefur upp á að bjóða. Við förum dálítið djúpt í hvert atriði og vonumst til þess að sem flestir fái smjörþef af bænum og íbúunum,“ segir Björgvin Franz.

Björgvin ræðir við Ólaf Gunnar Sverrisson í Íshúsinu. Óli Björn er með tökuvélina. Mynd: Olga Björt Þórðardóttir/Fjarðarpósturinn.

Vefþættirnir um Hafnarfjörð verða stuttir og verða meðal annars sýndir og þeim dreift af Facebook síðu sem gerð verður í kringum verkefnið. Björgvin og Óli Björn hafa áður unnið saman að kynningarmyndbandi fyrir Mountaineers of Iceland en Óli hefur meðal annars unnið með Steinda Jr., Bam úr Jackass og fleirum að vef- og sjónvarpsefni.

Björgvin tekur fagnandi á móti góðum ábendingum um efni í þættina í netfangið bjorgvinfranz@gmail.com og einnig ef fyrirtæki vilja styrkja gerð þáttanna. Þegar er búið að gera þrjá þætti og var meðal annars kíkt í heimsókn í Íshús Hafnarfjarðar. Fyrsti þátturinn verður sýndur 13. júlí og svo einn á viku eftir það. Svo er alveg opið að fjalla um önnur sveitarfélög líka í framhaldinu.

Lesa má fréttina í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“