fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Jói G. leikur í sænskum spennuþáttum: Rig 45 – Agatha mætir Alien

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. júní 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir viku var spennuþáttaröðin Rig 45 frumsýnd á Viaplay í Svíþjóð. Leikarinn Jóhann G. Jóhannsson fer með hlutverk í þáttunum og var í nokkra mánuði í Dublin við tökur í fyrra.

Þættirnir gerast á olíuborpalli í Norðursjó þar sem slys verður tveimur dögum fyrir jól. Olíufyrirtækið sendir Andreu, sem leikin er af Catherine Walker (Versailles, Critical) til að kanna atvikið, áhöfnin um borð er ósamvinnufús og þegar hvirfilbylur skellur á og þau verða sambandslaus við umheiminn komast þau að því að morðingi er um borð.

Í öðrum hlutverkum eru meðal annars Gary Lewis (Outlander, Gangs of New York), Lisa Henni (Easy Money, Fallet) og Søren Malling (A Hijacking, A Royal Affair). Þættirnir eru sex talsins og fyrstu dómar lofa góðu, en horfa má á þættina á Viaplay. „Var hluti af dásamlegum hópi. Í frábærum leikaraskara með flottan leikstjóra og solid handrit. Fólk fer að deyja en hver er morðinginn. Agatha Christie mætir Alien,“ segir Jói um þættina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi