fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ragnheiður Káradóttir opnar Utan svæðis í dag

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kl. 17 opnar Ragnheiður Káradóttir sýninguna Utan svæðis í Harbinger. Sýningin stendur til 29. september næstkomandi.

Moppuhaus vinnur verk sín streitulaust.
Rottur koma og fara.
Með myrkvuðum pollum á milli staða.
Beinahjasl á víð og dreif.
Mitt á meðal.
Utan svæða.

Innsetning Ragnheiðar í Harbinger er áframhald af því sem hún hefur verið að gera og þróa síðustu ár, samtal milli óræðra og skrýtilegra skúlptúra sem bjóða áhorfandanum að mynda sínar eigin tengingar og skilning. Í verkum Ragnheiðar á sér stað einhverskonar rof á veruleikanum á látlausan, nákvæman og dulúðugan hátt. Í verkum sínum notar Ragnheiður hversdagsleg efni og hluti, sem í meðförum hennar taka sér torkennileg hlutverk. Samskeyting kunnuglegra forma og efna mynda framandi hluti sem vísa í ólíkar áttir, nytjahlutir eru settir í nýjan búning og dauðir hlutir persónugerðir.

Ragnheiður Káradóttir (f.1984) býr og starfar í Brooklyn, New York. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Ragnheiður hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi sem og erlendis og er annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp., sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum.

Sýningin er styrkt af: Launasjóði listamanna, Kjaran ehf. og Húsasmiðjunni.

Sýningin er hluti af sýningadagskránni Við endimörk alvarleikans sem er styrkt af Myndlistarsjóði. Sýningastjórar eru Halla Kristín Hannesdóttir og Steinunn Önnudóttir.

Harbinger er á Freyjugötu 1, Reykjavík.
Opnunartími er þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12-17 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17.

Heimasíða Ragnheiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Í gær

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna