fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Heimildarmyndin Söngur Kanemu – Sigurmynd Skjaldborgar 2018

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. september 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld kl. 20 verður frumsýnd í Bíó Paradís heimildamyndin Söngur Kanemu. Erna Kanema snýr plötum eftir sýninguna.

Söngur Kanemu fjallar um leit hinnar söngelsku Ernu Kanemu að söngvum frá Sambíu, heimalandi föður síns. Erna öðlast um leið skilning á tónlistarhefð forfeðra sinna og tekur brot af henni með sér heim til Íslands. Kanema er 18 ára gömul menntaskólamær sem elst upp í Reykjavík ásamt yngri systur, íslenskri mömmu og pabba frá Sambíu.

Erna upplifir það bæði sem kost og ókost að alast upp á mörkum tveggja menningarheima. Oftast nýtur hún þess að vera öðruvísi og fá athygli vegna þess en stundum vildi hún óska þess að falla inn í fjöldann.

Kanema hefur tvisvar í barnæsku heimsótt Sambíu en þar fyrir utan er reynsla hennar af sambískri menningu að miklu leyti fengin í gegn um pabba hennar, Harry, sem hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hún þráir að eiga sterkari tengsl við heimaland pabba síns og ættingja sína þar og henni finnst hún ekki þekkja uppruna sinn nógu vel. Erna er á kafi í tónlist, syngur í kórum og lærir söng í djassdeild FÍH. Tónlistaráhuginn leiðir hana af stað í ferð sem dýpkar skilning hennar á tónlistarmenningu  og hefðum í Sambíu þar sem margt er talsvert ólíkt því sem hún þekkir á Íslandi. Á sama tíma öðlast hún sterkari sjálfsmynd og dýpri skilning á sjálfri sér.

Leikstjóri myndarinnar er Anna Þóra Steinþórsdóttir, móðir Kanemu, en hún hefur áður gert tvær heimildamyndir um það hvernig Kanema hefur meðtekið menninguna í Sambíu og hvernig þessir ólíku menningarheimar hafa áhrif á sjálfsmynd Kanemu. Þannig má segja að þetta ferli hafi í raun hafist þegar Kanema var aðeins þriggja ára gömul en fyrri myndirnar voru miðaðar við yngri áhorfendur. Í myndinni Söngur Kanemu er aðal söguhetja á þröskuldi fullorðinsáranna og tónlistin, sem er hennar aðal áhugamál fær veigamikinn sess í myndinni. Ferð Kanemu og fjölskyldu hennar til Sambíu verður einskonar pílagrímsferð þar sem hún drekkur í sig afríska menningu og myndar dýpri tengsl við ættingja sína þar.

Söngur Kanemu var sýnd á Skaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði í maí síðastliðnum og vann þar bæði dómnefndar verðlaunin og áhorfendaverðlaunin sem besta mynd hátíðarinnar. Í umsögn dómnefndar segir að myndin hafi ríkt erindi við samtíma sinn, miðli mikilvægum lífsgildum og fangi litróf þjóðarinnar. Sagan sé sögð af mikilli hlýju og næmi, full af gleði og hjarta.

Tónlist í myndinni er samin af Árna Rúnari Hlöðverssyni og meðal annars byggð á upptökum og innblæstri frá Sambíu. Um meðframleiðslu og kvikmyndatöku sá Guðbergur Davíðsson. Arnar Halldórsson hannaði grafík og hljóðblöndun var í höndum Jóhanns Vignis Vilbergssonar.

Frekari upplýsingar og stiklu myndarinnar má sjá hér.

Erna Kanema og fjölskylda á Skjaldborg. Mynd: Atli Már.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“