fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Of mikið grænmeti

Price og Blomsterberg elduðu lambaskanka

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 18. desember 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég segi ekki að það sé ómissandi þáttur jólahaldsins að horfa á matreiðsluþætti en það er samt gaman. RÚV sýndi á dögunum danska matreiðsluþáttinn Jól með Price og Blomsterberg. Þar voru á matseðli hægeldaðir lambaskankar, einn af mínum uppáhaldsréttum. Mikið var lagt í þá matseld og allt leit það ljómandi vel út svona til að byrja með. En allt í einu var farið að stafla grænmeti undir skankana og síðan var grænum kryddjurtum og grænu grænmeti blandað saman við kartöflumúsina sem varð fyrir vikið græn. Þetta fannst mér bæði tilgerðarlegt og ónauðsynlegt. Rétturinn var alls ekki eins og dásamlegu lambaskankarnir á veitingastað IKEA, þar er skanki, kartöflumús (ekki græn heldur eðlileg) og brún sósa – semsagt fullkomin máltíð. Svo kannski smávegis af grænum baunum – en ekki mikið.

Ég hef vissar efasemdir um allt þetta græna tilstand í þessum danska þætti. Það er reyndar mín skoðun að fólk sem hámar í sig grænmeti öllum stundum geri það vegna þess að það er hrætt við að deyja. Það telur sér trú um að grænmeti lengi líf þess til muna. Það má svosem halda það ef það vill. En aldrei hef ég horft löngunaraugum á spínat eða grænkál. Ég fagna hins vegar innilega hverjum elduðum lambaskanka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk
Fókus
Í gær

Grunlaus um endalok beðmálanna

Grunlaus um endalok beðmálanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina