fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025

Misþyrming og mykja á Húrra

Einhverjar öflugustu öfgarokksveitir Reykjavíkur spila á Húrra Grapvine

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 18. mars 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svartmálmssveitin Misþyrming og harðkjarnagruggbandið Muck munu koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Húrra í kvöld, föstudaginn 18. mars. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð á vegum Húrra og götublaðsins Reykjavík Grapevine.

Muck hefur verið ein mest áberandi sveitin í íslenska þungarokksenunni undanfarin ár og hefur sérstaklega vakið athygli fyrir kröftugan tónleikaflutning á gruggugu gítardrifnu harðkjarnarokki. Sveitin gaf frá sér breiðskífuna Your Joyous Future í fyrra.

.
Muck .

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Misþyrming hefur vakið nokkra athygli fyrir utan landssteinana og var plata þeirra Söngvar elds og óreiðu meðal annars á topp 10 lista tónlistarvefritsins Noisey yfir bestu plötur síðasta árs. Sveitin var ennfremur tilnefnd til Menningarverðlauna DV 2015 fyrir plötuna.

Í tónleikarýni DV um tónleika Misþyrmingar á Iceland Airwaves í fyrra sagði meðal annars: „Andrúmsloftið var myrkt án þess þó að vera tilgerðarlegt. Með grófum hraðabreytingum breytist tónlistin úr dáleiðandi drunga yfir í alltumvefjandi nístandi blindöskubyl, en undir dynjandi nið tvöföldu bassatrommunnar og djöfullegum barkasöng og ópum söngvarans D.G. er tónlistin ómstríð, melódísk og uppfull af grípandi gítarlínum.“

Tónleikar Misþyrningar og Muck á Húrra hefjast klukkan 21.00 og kostar 2000 krónur inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Biðja fólk um að virða einkalíf hans eftir mikið áreiti: Mynd af syninum gerði marga reiða – Tveir myrtir í borginni fyrir 25 árum

Biðja fólk um að virða einkalíf hans eftir mikið áreiti: Mynd af syninum gerði marga reiða – Tveir myrtir í borginni fyrir 25 árum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool – Ósáttur með framkomuna undanfarið

Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool – Ósáttur með framkomuna undanfarið
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?