fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Fókus

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín

Fókus
Laugardaginn 17. maí 2025 14:30

Hlín á sviðinu í Aþenu. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlín Leifsdóttir hefur verið að gera það gott sem óperusöngkona undanfarin ár, og söng meðal annars nýlega hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautu Mozarts í Aþenu, en hún fæst í auknum mæli einnig við samtímatónlist. Hún frumflutti nýverið tónaljóð sín og tónskáldsins Vasilis Chountas af enskri útgáfu plötunnar Andrými, sem gefin var út á dögunum af Institute for Experimental Arts fyrir fullu húsi í Aþenu við mjög góðar undirtektir. Gagnrýnendur fóru lofsamlegum orðum um viðburðinn og  “einstaklega blæbrigðaríka” og “töfrandi” rödd Hlínar. Tvíeykið naut liðsauka myndlistakonunnar María Salouvardou sem flutti gjörning innblásinn af ljóði Hlínar. Í umfjöllun gríska tímaritsins Oowlr er viðburðinum lýst sem upplifun fullri af dulúð þar sem listamennirnir hafi náð að birta áhorfendum “eitthvað sem nálgast dýpsta kjarna tilfinningatengsla.”

Hlín flutti síðan tónaljóðin á listviðburði í Berlín, þar sem meðal annars var sýndur skúlptúr eftir myndlistakonuna Salouvardou tileinkaður ljóði Hlínar og stuttmynd sem listakonan gerði við ljóð Hlínar í samstarfi við gríska leikstjórann Alkistis Kafetzi.

Viðburðurinn var í Gewölbekeller, víðáttumiklu rými djúpt ofan í jörðu, þar var áður bjórkjallari sem var tekinn undir hergagnaframleiðslu á dögum Þriðja ríkisins, en er helgaður listviðburðum í dag. “Þetta var ógleymanleg stund,” segir Hlín. “Þarna var ég að syngja umkringd listaverkum Maríu Salouvardou, sem er listakona sem fæst mikið við spurninguna um tjáningarfrelsi, sem er það fyrsta sem hverfur á stríðstímum, í fyrstu hægt og rólega, eiginlega án þess að menn taki eftir því, en loks standa menn uppi raddlausir eftir því sem ófriðurinn eykst. Þetta rými hefur lifað mörg líf, en þarna er einstaklega góður hljómburður sem var algjörlega vannýttur á meðan þarna var verið að framleiða drápstól. Og þarna vorum við María, langt undir jörðinni, að flytja ljóð um að brjótast undan þöggun, og þá er eins og þúsund raddir, greyptar í veggina sem hafa þagað alltof lengi, taki undir.”

Hlín hefur verið boðið að koma aftur til Berlínar að flytja tónaljóð sín bráðlega, og einnig á bókmenntahátíð í Kýpur.

Hlín Leifsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir þetta þöglan skaðvald samtímans – Hversu mörg einkenni tengir þú við?

Ragnhildur segir þetta þöglan skaðvald samtímans – Hversu mörg einkenni tengir þú við?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja að þetta sé „náttúrulegt Ozempic“ – Fæst í næstu matvörubúð en passaðu þig á þessu

Segja að þetta sé „náttúrulegt Ozempic“ – Fæst í næstu matvörubúð en passaðu þig á þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var að tala við foreldra sína í símann þegar hann hvarf sporlaust – „Ó, sjitt“

Var að tala við foreldra sína í símann þegar hann hvarf sporlaust – „Ó, sjitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom eyddi fúlgum fjár í umdeilda læknismeðferð

Orlando Bloom eyddi fúlgum fjár í umdeilda læknismeðferð