fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
433Sport

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. maí 2025 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicolas Jackson er ekki með öruggt sæti í sóknarlínu Chelsea næsta tímabil en þetta hefur Enzo Maresca, stjóri liðsins, staðfest.

Möguleiki er á að Maresca sé búinn að fá sig fullsaddann af Jackson sem fékk beint rautt spjald gegn Newcastle í síðustu umferð fyrir heimskulegt olnbogaskot.

Jackson byrjaði tímabilið vel en hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið og þar hafa meiðsli sett strik í reikninginn.

,,Að mínu mati hefur hann þroskast mikið og bætt sinn leik,“ sagði Maresca um Jackson.

,,Ef önnur nía er á staðnum, er það betra fyrir hann? Ég veit það ekki,“ bætti Maresca við en staðfesti svo að það væru 100 prósent líkur á að annar maður kæmi inn í sumar.

Maresca sagði fyrr á tímabilinu að hann þyrfti ekki annan framherja í stað Jackson en virðist hafa breytt um skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selur hlut sinn og Palace vonast til að fá að vera með

Selur hlut sinn og Palace vonast til að fá að vera með
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar héldu utan í dag – Myndir

Stelpurnar okkar héldu utan í dag – Myndir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Manchester United gjörsamlega trylltir eftir að leikmaður liðsins birti þessa mynd

Stuðningsmenn Manchester United gjörsamlega trylltir eftir að leikmaður liðsins birti þessa mynd
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja greiða vel fyrir manninn sem fékk leið á Sádí eftir stutta dvöl – Einnig áhugi frá Englandi

Vilja greiða vel fyrir manninn sem fékk leið á Sádí eftir stutta dvöl – Einnig áhugi frá Englandi
433Sport
Í gær

Sjáðu hreint ótrúleg tilþrif í Hafnarfirðinum í dag

Sjáðu hreint ótrúleg tilþrif í Hafnarfirðinum í dag
433Sport
Í gær

Íbúar í litlu samfélagi harmi slegnir í kjölfar fregna um andlát fjölskyldumanns

Íbúar í litlu samfélagi harmi slegnir í kjölfar fregna um andlát fjölskyldumanns