Nicolas Jackson er ekki með öruggt sæti í sóknarlínu Chelsea næsta tímabil en þetta hefur Enzo Maresca, stjóri liðsins, staðfest.
Möguleiki er á að Maresca sé búinn að fá sig fullsaddann af Jackson sem fékk beint rautt spjald gegn Newcastle í síðustu umferð fyrir heimskulegt olnbogaskot.
Jackson byrjaði tímabilið vel en hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið og þar hafa meiðsli sett strik í reikninginn.
,,Að mínu mati hefur hann þroskast mikið og bætt sinn leik,“ sagði Maresca um Jackson.
,,Ef önnur nía er á staðnum, er það betra fyrir hann? Ég veit það ekki,“ bætti Maresca við en staðfesti svo að það væru 100 prósent líkur á að annar maður kæmi inn í sumar.
Maresca sagði fyrr á tímabilinu að hann þyrfti ekki annan framherja í stað Jackson en virðist hafa breytt um skoðun.