fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Pressan

Þess vegna ættirðu að borða fleiri egg

Pressan
Laugardaginn 17. maí 2025 17:30

Egg eru stútfull af hollustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gegnum tíðina hafa egg annað hvort verið dásömuð sem holl matvara eða sögð vera óholl. „Það hefur verið talað illa um egg síðustu áratugina, en ekkert af því sem sagt hefur verið stenst skoðun,“ sagði Rhian Stephenson, næringarfræðingur, að sögn The Telegraph.

Í lok níunda áratugarins sagði stjórnmálamaðurinn Edwina Currie að egg gætu innihaldið salmonellu og varð það til þess að miklum fjölda hæna var slátrað. Egg hafa einnig verið sögð valda sykursýki, hjartasjúkdómum og jafnvel krabbameini vegna þess hversu mikið þau innihalda af kólesteróli og fitu.

„Flestar mýturnar um egg má rekja til megrunarkúltúrsins á tíunda áratugnum þar sem fitusnautt mataræði var vinsælt og það var talið að matvæli, sem innihalda mikið kólesteról, ættu sök á hjarta- og æðasjúkdómum. Í dag vitum við að svo er ekki,“ sagði Stephenson.

Næringarfræðingurinn Caroline Farrell segir að þrátt fyrir að egg séu holl, þá sé ekki ráðlegt að borða þau í ótakmörkuðu magni. Hún ráðleggur fólki að borða ekki meira en tvö egg á dag. Það eigi alltaf að forðast ofneyslu á öllum tegundum matar og þar séu egg ekki undanskilin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti meinti morðinginn í dag deilir 27 hlutum sem hann er þakklátur fyrir

Vinsælasti meinti morðinginn í dag deilir 27 hlutum sem hann er þakklátur fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur lítið fyrir gagnrýni á kynferðislega framsetningu persónu hennar – „Hlutgerðu mig“

Gefur lítið fyrir gagnrýni á kynferðislega framsetningu persónu hennar – „Hlutgerðu mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi starfsmaður DOGE opnar sig um reynslu sína og hvers vegna hann var rekinn

Fyrrverandi starfsmaður DOGE opnar sig um reynslu sína og hvers vegna hann var rekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

R. Kelly vill afplána 30 ára dóm í stofufangelsi út af meintu feigðarflani stjórnsýslunnar

R. Kelly vill afplána 30 ára dóm í stofufangelsi út af meintu feigðarflani stjórnsýslunnar