fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
433Sport

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. maí 2025 14:00

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland og aðrir leikmenn Manchester City fengu óvænta heimsókn fyrir helgi er enginn annar en Neil Warnock var mættur á æfingasvæði félagsins.

Warnock er vel þekktur í enska boltanum en hann átti langan þjálfaraferil og var lengi í ensku úrvalsdeildinni.

Haaland er einn besti sóknarmaður heims en hann segist bera mikla virðingu fyrir Warnock sem er 76 ára gamall í dag.

Norðmaðurinn kallar Warnock á meðal annars goðsögn en hann hefur ekki þjálfað síðan 2024 eftir stutt stopp hjá Aberdeen í Skotlandi.

,,Hann er mjög fyndinn náungi, góður náungi. Ég hef horft á mikið af enskum fótbolta í gegnum tíðina svo ég veit að hann er goðsögn í leiknum,“ sagði Haaland.

,,Ég vissi ekki að hann væri að mæta á svæðið svo ég var nokkuð hissa en við áttum gott spjall. Hann er af gamla skólanum og ég tengi aðeins við það vegna föður míns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selur hlut sinn og Palace vonast til að fá að vera með

Selur hlut sinn og Palace vonast til að fá að vera með
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar héldu utan í dag – Myndir

Stelpurnar okkar héldu utan í dag – Myndir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Manchester United gjörsamlega trylltir eftir að leikmaður liðsins birti þessa mynd

Stuðningsmenn Manchester United gjörsamlega trylltir eftir að leikmaður liðsins birti þessa mynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja greiða vel fyrir manninn sem fékk leið á Sádí eftir stutta dvöl – Einnig áhugi frá Englandi

Vilja greiða vel fyrir manninn sem fékk leið á Sádí eftir stutta dvöl – Einnig áhugi frá Englandi
433Sport
Í gær

Sjáðu hreint ótrúleg tilþrif í Hafnarfirðinum í dag

Sjáðu hreint ótrúleg tilþrif í Hafnarfirðinum í dag
433Sport
Í gær

Íbúar í litlu samfélagi harmi slegnir í kjölfar fregna um andlát fjölskyldumanns

Íbúar í litlu samfélagi harmi slegnir í kjölfar fregna um andlát fjölskyldumanns