fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Pressan

Segir að hugsanlega sé heimsbyggðin búin að glata hjarðónæminu gegn mislingum

Pressan
Laugardaginn 17. maí 2025 19:00

Mislingar herja mikið á börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samhliða því sem mislingatilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada vex óttinn við þennan mest smitandi sjúkdóm sem herjar á mannkynið. Virtur ónæmisfræðingur segir að hugsanlega sé heimsbyggðin búin að glata hjarðónæminu gegn mislingum.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum sé sá stærsti í aldarfjórðung. Hann hefur lagst þyngst á Texas fram að þessu en þar hafa tvö óbólusett börn látist af völdum sjúkdómsins á þessu ári. Einn óbólusettur fullorðinn er einnig látinn af völdum sjúkdómsins.

Mislingatilfelli hafa einnig komið upp í Nýju-Mexíkó og Oklahóma.

„Við lifum í eftir-hjarónæmis-heimi. Ég held að mislingafaraldurinn sanni það,“ hefur The Guardian eftir Dr Paul Offit, sérfræðingi í smitsjúkdómafræði og ónæmisfræðingi og forstjóra bólusetningarfræðslumiðstöðvar barnasjúkrahússins í Philadelphia.

Hann sagði einnig að mislingar, sem eru mest smitandi af öllum þeim sjúkdómum sem er hægt að bólusetja gegn, sé fyrsti sjúkdómurinn til að ná sér aftur á strik.

Mislingum var útrýmt í Bandaríkjunum árið 2000. Sjúkdómi telst hafa verið útrýmt þegar ekkert tilfelli greinist í 12 mánuði í röð. En nú er staðan önnur því 1. maí höfðu 935 mislingatilfelli verið staðfest í landinu. Tæplega eitt af hverjum þremur börnum, yngri en fimm ára, sem hafa greinst með mislinga hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti meinti morðinginn í dag deilir 27 hlutum sem hann er þakklátur fyrir

Vinsælasti meinti morðinginn í dag deilir 27 hlutum sem hann er þakklátur fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur lítið fyrir gagnrýni á kynferðislega framsetningu persónu hennar – „Hlutgerðu mig“

Gefur lítið fyrir gagnrýni á kynferðislega framsetningu persónu hennar – „Hlutgerðu mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi starfsmaður DOGE opnar sig um reynslu sína og hvers vegna hann var rekinn

Fyrrverandi starfsmaður DOGE opnar sig um reynslu sína og hvers vegna hann var rekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

R. Kelly vill afplána 30 ára dóm í stofufangelsi út af meintu feigðarflani stjórnsýslunnar

R. Kelly vill afplána 30 ára dóm í stofufangelsi út af meintu feigðarflani stjórnsýslunnar