fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Svanhvít og Georg Holm flytja um borð í skútu

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 26. apríl 2020 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanhvít Tryggvadóttir og Georg Holm, kenndur við Sigur Rós, takast á við mikið mótlæti með ævintýralegum áformum en þau sjá fram á missa hugsanlega heimili sitt.  Hjónin hafa staðið í ströngu vegna  skattrannsóknar sem hefur haldið fjölskyldunni í heljargreipum í rúmlega þrjú ár en þau eru með ævintýrlega áætlun. Svanhvít sagði frá áformum fjölskyldunnar í viðtali við helgarblað DV fyrir skemmstu.

„Burt séð frá því hvernig þetta mál fer þá erum við að safna upp lögfræðikostnaði upp á tugi milljóna króna. Þó að þetta fari á besta veg þá erum við alltaf að tapa. Við gætum tapað öllu. Mér líður eins og það sé búið að dæma okkur sek áður en málið hefur verið tekið fyrir. Það er allt fryst og allt okkar líf sett í biðstöðu.“

Sjá nánar: Brotnaði niður í kjölfar ákæru um skattsvik:„Við bara skiljum þetta ekki“

Íbúðarkytra fyrir sama pening og skútuævintýri

Fjölskyldan dó þó ekki ráðalaus og fljótlega eftir að í ljós kom að þau gætu tapað heimili sínu fóru hugmyndirnar að koma. „Við hugsuðum að við sem fjölskylda yrðum að tækla þetta sem eining. Og þá kviknaði þessi hugmynd um að kaupa litla skútu og ferðast um heiminn og búa á henni. Við fengjum litla íbúðarkytru fyrir sama pening og skútu.“  Lífið sem fylgir skútudraumnum er þó óneitanlega ævintýralegra.

„Við höfum búið á Íslandi frá 2004 og ákváðum að gera bara ævintýri úr þessu. Nýtt upphaf.“  Stelpurnar voru til í að
fylgja ævintýralegum áætlunum foreldra sinna og síðastliðið ár hefur farið í undirbúning. Georg tók pungapróf og fjölskyldan byrjaði að selja hluti af heimilinu og leggja fyrir í skútusjóð.

Fjölskyldan ætlar að lágmarka eigur sínar við það sem kemst með á skútuna litlu og eru byrjuð að minnka bið sig og kaupaaðeins hluti sem henta væntanlegum lífstíl.  „Við ætluðum að leggja af stað í september en það mun dragast eitthvað sökum faraldursins en við förum þegar við getum. Þó að það verði í janúar. Við tökum þetta bara á flæðinu, en við ætlum að fara.“

Félagslífið blómstrar í samkomubanni

Svanhvít og Georg hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir skemmtilegar hugmyndir í samkomubanni og það er nokkuð ljóst að þau geta skemmt sér vel saman og fjölskyldan hefur mikið hugmyndaflug. Þau hafa verið að streyma í beinni löngum
púlstundum sínum, stýrt spurningakeppnum fyrir stórfjölskylduna í gegnum fjarfundabúnað, verið með fjarsaumaklúbba og danspartí í eldhúsinu. Georg gerir sér einnig lítið fyrir og litar hárið á sinni heitt elskuðu heima fyrir.

„Þetta ástand hefur í raun undirbúið okkur vel undir ferðalagið. Stelpurnar eru búnar að vera í heimakennslu og við höfum þurft að skemmta hvert öðru og blessunarlega finnst mér þau geggjaðslega skemmtileg. Ég hef satt besta að segja sjaldan
verið eins félagslega virk og í þessu samkomubanni. Við erum með öll þessi fjarfundaforrit, Zoom, Houseparty, Whereby, Bluejeans og allt þetta. Þetta er bara eins og að velja bar. Hvar eigum við að hittast? Ég hef bara engar áhyggjur af okkur fjölskyldunni saman á báti.“

Framtíðin er, þrátt fyrir kvíðablandna bið eftir örlögunum, björt hjá fjölskyldunni. „Við erum öll hraust og okkur
líður vel saman. Vonandi verður bara enginn sjóveikur.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í fyrsta sinn í svínum hérlendis

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í fyrsta sinn í svínum hérlendis
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern