fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Ragga kynntist eiginmanninum á Kúbu – „Þetta kallar maður að sækja vatnið yfir lækinn, því hann er bara úr Hafnarfirði þessi elska“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 25. maí 2019 20:00

Ragga Nagli. Mynd: Dv/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir er landsþekkt sem Ragga nagli og er virk á samfélagsmiðlum undir því nafni þar sem hún skrifar um heilsu á mannamáli. Ragga er búsett í Kaupmannahöfn, en heldur tryggð við Ísland, kemur reglulega hingað og heldur fyrirlestra um heilsu. Það var einmitt einn slíkur, Korter í kulnun, sem vakti athygli blaðamanns og því var tilvalið að setjast niður með Röggu og fræðast nánar um hana sjálfa og þetta fallega orð kulnun, sem er eigi að síður heiti á ástandi sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu fólks.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Uppalin í bómullarumhverfi

En hver er konan sjálf, á bak við naglann? Ragga verður fertug í október, fædd og uppalin í Fossvoginum, þar til foreldrar hennar skildu þegar hún var 17 ára og hún flutti með móður sinni í Hlíðarnar. Hún gekk í Ísaksskóla, Hvassaleitisskóla og Menntaskólann í Reykjavík.

„Ég átti mjög góða æsku, ég er velmegunarbarn úr Fossvogi sem skorti aldrei neitt, kem úr bómullarumhverfi, og hef aldrei upplifað áföll eða mótlæti, ég man eftir að hafa verið einu sinni svöng. Ég á mjög góða foreldra sem hafa alltaf stutt mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Mamma er mikill skörungur og ég hef skörungsgenið frá henni. Pabbi er að vestan og þaðan kemur þessi þrautseigja og seigla. Hann verður 150 ára og deyr standandi, ég veit það.

Ég á eina systur, Ingibjörgu, sem er sjö árum eldri en ég og býr í London, þar sem hún starfar fyrir CNN og krafsar þar í glerþök. Hún er mikil fyrirmynd mín og við erum mjög nánar og miklar vinkonur, við vorum það ekki alltaf, en svona eftir tvítugt urðum við miklar trúnaðarvinkonur og stöndum þétt saman og börnin hennar tvö eru fallegri og yndislegri en allt.“

Eiginmaður Röggu er Snorri Steinn Þórðarson og þau hafa verið saman í 20 ár. Þau kynntust á Kúbu, þegar þau voru um tvítugt. „Ég var þar í fimmtugsafmælisferð pabba og hann í fríi með vinum sínum. Við hittumst bara á barnum, ég sá hann og fannst hann sniðugur og flottur gæi. Þetta var ást við fyrstu sýn, hann er með risastórt bros, brosir mikið og það heillaði mig og gerir enn. Þetta kallar maður að sækja vatnið yfir lækinn, því hann er bara úr Hafnarfirði þessi elska.“

Snorri er að byrja, líkt og Ragga, að flakka milli Danmerkur og Íslands, þar sem hann var að stofna fyrirtæki hér á landi. „Hann er arkitekt og fyrirtækið heitir Heildstæð hönnun, ef þú ert í húsbyggingarhugleiðingum þá er hægt að leita til þeirra og fá alla þjónustu sem vantar.“

Ragga er virk á samfélagsmiðlunum Snapchat og Instagram: ragganagli, og á Facebook- síðu og á heimasíðu sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda