fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Fékk verðlaunaféð fimmtán árum síðar

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 18:00

Hannes Hlífar Stefánsson vann mikinn baráttusigur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta kom flatt upp á mig, enda hafði ég ekki hugmynd um að mér hefði áskotnast þessi verðlaun á sínum tíma,“ segir Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari í skák. Hannes Hlífar situr að tafli á alþjóðlegu skákmóti í Lissabon í Portúgal ásamt kollega sínum, stórmeistaranum Þresti Þórhallssyni.

Hannes sagði frá því á Facebook-síðu sinni að þegar mótið var hafið kom einn þekktasti skákmaður Kanada, stórmeistarinn Kevin Spraggett, upp að íslenska stórmeistaranum og afhenti honum fyrirvaralaust 250 evrur. „Hann tjáði mér að ég hefði unnið til einhverra aukaverðlauna á stóru alþjóðlegu skákmóti í Cappelle La Grande í Norður-Frakklandi. Ég hef oft teflt þar, en það sem kom mér á óvart var að ég hefði unnið til þessara verðlauna fyrir fimmtán árum síðan, eða árið 2004. Ég man ekki hver ástæðan var, en ég var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna og því tók Kanadamaðurinn við umslagi fyrir mína hönd. Hann ætlaði síðan að láta mig fá aurana á næsta móti sem við hittumst á, en gerði kannski ekki ráð fyrir því að það yrði fimmtán árum síðar,“ segir Hannes Hlífar kíminn. Aðspurður þá segir hann til greina koma að kaupa sér íslenskan saltfisk á einhverjum veitingastað í borginni fyrir verðlaunaféð.

Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari í skák

Annars gengur allt Hannesi í haginn í Lissabon. Hann er í toppbaráttu mótsins með fimm vinninga eftir sex umferðir. Þröstur er skammt undan með 4½ vinning. Hægt er að fylgjast með skákum meistaranna í beinni útsendingu á skak.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin