fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Með og á móti – Er réttlætanlegt að Bragi Guðbrandsson fái sæti í barnaréttarnefnd SÞ?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra.
Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra.

Með

Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra

Ég hef fylgst með störfum hans á erlendri grundu, hann hefur verið í barnanefnd Eystrasaltsráðsins og leitt starf nefndarinnar um fimmtán ára skeið. Sama gildir um Lanzarote-nefnd Evrópuráðsins í Strasbourg. Barnastofur að íslenskri fyrirmynd hafa sprottið upp eins og gorkúlur í allri Norður-Evrópu.
Ég þekki ekki þessi tilteknu mál sem tekist er á um, enda eru þau vafalaust bundin trúnaði, mér sýnist þetta allt bera þess merki að þarna sé verið að togast á innan stjórnsýslunnar en ekki um mál sem skipta öllu, sem er velferð barnanna. Hin stóra mynd blasir við í mínum huga. Þetta er frumkvöðull og vandaður og góður embættismaður.


Gyða Dröfn Hjaltadóttir, formaður UVG.
Gyða Dröfn Hjaltadóttir, formaður UVG.

Á móti

Gyða Dröfn Hjaltadóttir, formaður Ungra vinstri grænna

Þetta eru alvarlega ásakanir sem hafa verið bornar á hann og það hefur ekki verið skorið úr um hvort þær séu réttar eða ekki. Börnin eiga að fá að njóta vafans þarna og það á ekki að útnefna einhvern í slíka nefnd sem grunur leikur á, vel rökstuddur grunur þegar litið er til umfangs kvartananna, að hafi viðhaft óeðlileg vinnubrögð í starfi. Það er mjög óeðlilegt.
Þetta er eins og ef dómari er sakaður um mútur, það er ekki víst hvort það sé rétt að hann hafi verið þiggja mútur en ef það er enn verið að rannsaka það eða skoða þær ásakanir þá er ekki rétt að sá dómari sé settur í nefnd sem er að skoða spillingu innan dómskerfisins eða eitthvað slíkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli