fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Borgarstjóraefnið og jafnaðarmaðurinn

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var tilkynnt, með pompi og prakt, að Vigdís Hauksdóttir yrði borgarstjóraefni Miðflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fréttunum var misjafnlega tekið, eins og von var, enda er engin lognmolla í kringum Vigdísi. Hún hefur ekki beint lagt það í vana sinn að standa í vinahjali við pólitíska andstæðinga sína. Einn slíkur pólitískur andstæðingur er náfrændi Vigdísar. Það er Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar. Vilhjálmur sagði af sér sem gjaldkeri í kjölfar fréttaflutnings í kringum Panama-skjölin í mars 2016 en þá kom í ljós að hann átti eignir í aflandsfélögum. Hann er þó enn áhrifamaður innan flokksins og mun vafalaust láta til sín taka í borgarstjórnarkosningunum sem framundan eru.

Faðir Vilhjálms er Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus við HÍ. Móðir Þorsteins, Kristín María Gísladóttir, og faðir Vigdísar, Haukur Gíslason, voru systkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Myndasögur kenndu mér að lesa“

„Myndasögur kenndu mér að lesa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinbera dánarorsök Diane Keaton

Opinbera dánarorsök Diane Keaton
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“