fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Svanhildur: „Tel mikilvægt að leyfa öllum tilfinningaskalanum að koma fram þegar maður glímir við alvarlegan sjúkdóm“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. október 2018 14:00

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 „Ég hef alltaf verið meðvituð og þakklát fyrir minn stóra og sterka vinahóp sem hefur verið samheldinn frá því í grunnskóla. Auk þess hef ég eignast fleiri góða og trausta vini í gegnum tíðina sem hafa reynst mér mikill styrkur í gegnum krabbameinsferlið. Að eiga svo stóran og frábæran vinahóp var að mínu mati eins og eitt af meðferðarúrræðunum. Vinirnir höfðu ómælda þolinmæði til að hlusta á mig, sýna skilning og stuðning en á sama tíma voru þeir einnig tilbúnir að gleyma öllum erfiðleikum með mér ef því var að skipta,“ segir Svanhildur Ólafsdóttir sem hefur tvisvar sinnum greinst með brjóstakrabbamein, í júní 2015 og í desember 2016. Fyrst var meinið fjarlægt með fleygskurði sem og eitlar úr handarkrika. Hún fór í fjórar lyfjagjafir með þriggja vikna millibili og svo vikulegar lyfjagjafir í tólf vikur. Þar á eftir var brjóstið geislað 35 sinnum.

Svanhildur er ein af þeim konum sem segja sögu sína í tengslum við átak Bleiku slaufunnar 2018, en líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Hér má finna heimasíðu átaksins.

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir.

Svanhildur telur mikilvægt að leyfa öllum tilfinningaskalanum að koma fram þegar fólk glímir við svo alvarlegan sjúkdóm:

„Mér fannst hjálplegt að skrifa mig í gegnum ferlið og að leyfa fjölskyldu og vinum að lesa skrifin því þau útskýrðu líðan mína auk þess sem ég gat komið skilaboðum til margra í einu. Það er misjafnt hvernig við tökumst á við erfiðleika í lífinu. Það sem hentaði mér þarf ekki að henta öðrum. Þess vegna er mikilvægt að vera sanngjarn við sjálfan sig og hlusta á eigin þarfir frekar en að elta uppskriftir annarra.“

Það sem veitti Svanhildi mestan stuðning var þegar vinkonurnar komu í kaffi, hringdu og héldu áfram að vera vinkonur; „Vinahópurinn var boðinn og búinn að veita andlegan, félagslegan eða fjárhagslegan stuðning og stóð þétt við bakið á mér, sem var algjörlega ómetanlegt. Að finna alltaf að ég tilheyrði hópnum skipti öllu!

Á heimasíðu átaksins Bleika slaufan má finna sögu Söndru í heild sinni og lesa sögur annarra kvenna sem greinst hafa með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Á heimasíðu átaksins segir: „Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli