fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Almar í kassanum vill vera í jakkanum: „Spurning hvort maður dragi fram sverðið“

Jakkinn hefur komið ríkulega við sögu í lífi Almars

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almar Atlason, sem varð þjóðþekktur fyrir tveimur árum þegar hann varði viku nakinn í kassa, leitar logandi ljósi að leðurjakkanum sínum. Hann segir á Facebook-síðu sinni að jakkanum hafi verið stolið á skemmtistaðnum Húrra um miðjan mánuð. Almar og jakkinn, sem er svartur mótorhjólajakki, eiga sér saman langa sögu og vonar hann að þeirri sögu ljúki ekki nú.

„Þessi jakki hefur fylgt mér nánast hálfa ævina. Ég var í þessum jakka þegar mamma hjólaði fram hjá mér 13 ára að spreyja anarkistamerki á rafmagnskassa í Elliðaárdalnum (þar lauk graffiti-ferli mínum sama dag og hann byrjaði). Ég var í þessum jakka þegar ég fór fyrst heim með stelpu. Ég var í þessum jakka þegar ég fattaði að AC DC hefði aldrei hætt að vera uppáhalds hljómsveitin mín og ég var í þessum jakka þegar Sigurgeir skildi við eiginkonuna mína. Ég var í þessum jakka þegar Bubbi Morthens sagði mér að fara í meðferð á Ísafirði og ég var í þessum jakka þegar ég fór í meðferð 3 árum seinna,“ segir Almar.

Almar segir að hafi einhver tekið jakkann í misgripum þá væri hann mjög þakklátur ef viðkomandi skilaði honum. Hafi einhver stolið jakkanum þá er sverði hans að mæta. „Ef þið tókuð hann í misgripum er það ekkert stress en væri yndislegt að fá hann aftur. Ef þið tókuð hann af því hann er geggjað töff er það heldur ekkert mál ef ég má fá hann aftur. En ef ég sé ykkur að sporta uppáhalds leðurjakkanum mínum á götum Reykjavíkur samviskubitslaust, þá er spurning hvort maður dragi fram sverðið, poti létt í öxlina á viðkomandi og segi: „hey, ég held þú sért í jakkanum mínum“,“ segir Almar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés