fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Ari vann með rúmum fimm þúsund atkvæðum: „Bæði SMS leiðin og innhringileiðin virkuðu án truflana“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 5. mars 2018 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Ólafsson og lagið Our Choice hlaut 44.919 atkvæði í símakosningunni í Söngvakeppninni á laugardagskvöld og verður þessi 19 ára piltur þar með fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal. Lagið Stormur, í flutningi Dags Sigurðssonar, hlaut 39.474 atkvæði.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem RÚV sendi frá sér.

Eftir fyrri umferð símakosningar og niðurstöður alþjóðlegrar dómnefndar var lag Júlí Heiðars Halldórssonar, Í stormi, flutt af Degi, í efsta sæti og Our Choice í öðru sæti.

„Í seinni umferð símakosningarinnar, hinu svokallaða einvígi, urðu hinsvegar skýr sætaskipti þegar „Our Choice“ tók nokkuð afgerandi forystu og sigraði að lokum með 44.919 greiddum símaatkvæðum á móti 39.474 símaatkvæðum til „Í stormi“,“ segir í tilkynningunni.

Ari mun stíga á svið í Portúgal og flytja lagið í fyrri undankeppninni þriðjudaginn 8. maí. Seinni undankeppnin verður fimmtudaginn 10. maí en úrslitin fara fram laugardaginn 12. maí.

Í tilkynningunni segir RÚV enn fremur að engin vandamál hafi komið upp með kosningakerfið.

„Í kjölfar umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um að mögulega hefðu komið upp vandamál tengd framkvæmd símakosningar réðust forsvarsmenn keppninnar hjá RÚV, ásamt tæknimönnum Vodafone, sem hélt utan um símakosninguna, án tafar og markvisst í að ganga úr skugga um og sannreyna hvort svo kunni að hafa verið. Niðurstaða þeirrar greiningar er skýr og tekur af allan vafa um að nokkuð óeðlilegt eða sjáanleg vandamál hafi komið upp og útiloka með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni.“

Þá fylgir tilkynningunni yfirlýsing frá Vodafone vegna símakosningarinnar þar sem segir:

„Tæknimenn Vodafone eru búnir að skoða alla helstu þætti varðandi símakosninguna. Sú skoðun benti ekki til neinna sjáanlegra vandamála með kosningakerfið sem notað var í símakosningunni. Bæði SMS leiðin og innhringileiðin virkuðu án truflana. Símstöðin sem notuð var í kosninguna, er sérstaklega hönnuð með símakosningar í huga, og hefur verið notuð í sama tilgangi um árabil og án hnökra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm