fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Átta mánaða drengur lést úr heilahimnubólgu B

Foreldrar hans töldu í fyrstu að hann væri með kvefpest

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir einu ári lést átta mánaða drengur í örmum móður sinnar. Sólarhring áður greindist hann með heilahimnubólgu. Foreldrar hans, Louise og John Done ákváðu að segja frá veikindum og andláti drengsins sem hét Harry í þeirri von að fólk geri sér grein fyrir alvarleika heilahimnubólgu B.

Alvarleg veikindi

Þann 19. febrúar 2016 fengu hjónin símtal frá 19 ára dóttur John sem var heima að passa Harry. Hún sagði að þau þyrftu að koma heim strax þar sem hann væri orðinn mjög veikur.

Það sem fjölskyldan taldi vera slæmt kvef dró Harry til dauða rúmlega sólarhring síðar. „Um leið og við komum heim og sáum hann vissum við að það væri eitthvað alvarlegt að og hringdum strax á sjúkrabíl,“ segir Louise.

Um leið og Harry kom á sjúkrahúsið var hann settur á sýklalyf og fékk súrefni. Stuttu síðar byrjaði hann að fá útbrot um allan líkamann.

Heilahimnubólgan dró Harry til dauða
Var svæfður Heilahimnubólgan dró Harry til dauða

„Honum versnaði mikið um nóttina og þegar læknarnir sögðu mér að það ætti að svæfa hann harðneitaði ég því þar sem mig grunaði að ég myndi aldrei aftur sjá hann vakandi.“

Lést í örmum móður sinnar

Líkami Harry bólgnaði allur upp sökum blóðeitrunar sem var komin út um allan líkamann.

Eftir að læknarnir tjáðu foreldrum Harry að hann væri heiladauður og nýrum væru hætt að starfa ráðlögðu þeir þeim að slökkva á öndunarvélinni.

Foreldrar Harry samþykktu það og nokkrum klukkustundum síðar lést Harry í örmum móður sinnar.

Nokkrum vikum áður en hann veiktist
Mægðin Nokkrum vikum áður en hann veiktist

Frá því að Harry lést hefur móðir hans eytt drjúgum tíma í að fræða foreldra og hvetja fólk til að bólusetja börn sín fyrir heilahimnubólgu B sem dró son hennar til dauða. Bretar byrjuðu að bólusetja fyrir sjúkdóminum í september árið 2015. Á Íslandi eru börn bólusett gegn heilahimnubólgu (meningókokkum C, ) en ekki heilahimnubólgu B (meningókokkum B.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025