fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

Lófatakinu ætlaði aldrei að linna

Kvikmyndin Hjartasteinn var frumsýnd hér á landi í vikunni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 14. janúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Hjartasteinn sem frumsýnd var í vikunni er fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum og hefur síðan þá bætt við ýmsum skrautfjöðrum í hattinn á hinum og þessum kvikmyndahátíðum.

Hjartasteinn segir frá örlagaríku sumri tveggja vina, Þórs og Kristjáns, og koma vinkonur þeirra, systur Þórs og foreldrar þeirra ásamt fleiri þorpsbúum í litlu sjávarþorpi á Íslandi við sögu. Fjöldi úrvalsleikara af eldri kynslóðinni er yngri kynslóðinni til halds og trausts og er valinn maður í hverju rúmi.

Myndin var forsýnd fyrir troðfullu Háskólabíói síðastliðinn þriðjudag og að sýningu lokinni stóðu sýningargestir upp og ætlaði lófatakinu seint að linna. Leikarar og aðrir aðstandendur Hjartasteins stigu á svið og tóku á móti árnaðaróskum og lófaklappi.

Kári Stefánsson mætti með dóttur sinni Sólveigu og eiginkonu, Valgerði Ólafsdóttur.
Kári Kári Stefánsson mætti með dóttur sinni Sólveigu og eiginkonu, Valgerði Ólafsdóttur.
Leikkonurnar Nanna Kristín og Nína Dögg létu sig ekki vanta.
Vinkonur til margra ára Leikkonurnar Nanna Kristín og Nína Dögg létu sig ekki vanta.
Leikkonan og ritstjóri Kvennablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, mætti ásamt dóttur sinni, Elínu Þóru Ágústsdóttur.
Mæðgur Leikkonan og ritstjóri Kvennablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, mætti ásamt dóttur sinni, Elínu Þóru Ágústsdóttur.
Ari Alexander og Friðrik Þór Friðriksson.
Tveir leikstjórar Ari Alexander og Friðrik Þór Friðriksson.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, og leikstjóri Hjartasteins, Guðmundur Arnar Guðmundsson.
Hæfileikarík Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, og leikstjóri Hjartasteins, Guðmundur Arnar Guðmundsson.
Diljá Valsdóttir og Katla Njálsdóttir.
Aðalleikonur Hjartasteins Diljá Valsdóttir og Katla Njálsdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?