fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

„Það velur sér enginn að vera sjúklingur“

Ragheiður Guðmundsdóttir er þakklát fyrir að vera á lífi

Kristín Clausen
Laugardaginn 14. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. janúar 2016 umturnaðist tilvera Ragnheiðar Guðmundsdóttur en þá fékk hún að vita að hún væri með krabbamein. Ári síðar hefur Ragnheiður, sem er 34 ára, lokið tveimur erfiðum krabbameinsmeðferðum en meinið, sem er á fjórða stigi, er í lífhimnu og lifur. Þá þurfti hún að berjast hatrammlega fyrir því að fá að giftast unnusta sínum, Ravi Rawat, sem er indverskur. Þrátt fyrir illvígan sjúkdóm Ragnheiðar átti að reka Ravi úr landi en sýslumaðurinn í Reykjavík tók pappíra, sem hann lagði fram þegar þau sóttu um að fá að gifta sig, ekki gilda. Innanríkisráðuneytið sneri þeim úrskurði á síðustu stundu og Ragnheiður og Ravi gengu í hjónaband í lok ágúst.

Enginn vill vera sjúklingur

Ragnheiður segir að desember hafi verið erfiður mánuður fjárhagslega. Örorkubæturnar dugðu ekki fyrir jólunum og hún þurfti enn og aftur að leita í varasjóð sem átti þó aðeins að vera fyrir útgjöldum sem tengjast krabbameininu. Sjóðurinn er tilkominn vegna söfnunar í tengslum við viðtalið á Bleikt.is. Ragnheiður er gríðarlega þakklát þeim sem lögðu hönd á plóg. „Sjóðurinn er ástæða þess að ég á fósturvísi í frysti. Ég fyllist auðmýkt þegar ég hugsa út í hvað fólkið, sem þekkti mig ekki neitt, gerði fyrir mig. Hvernig þakkar maður eiginlega fyrir svona?“

Hún segist hugsa mikið til þeirra sem eru í svipuðum sporum og hún sjálf en hafa hvorki bakhjarla né varasjóð.

„Að takast við fjárhagsáhyggjur ofan í alvarleg veikindi er algjörlega galið. Alltof margir eru í þessari ömurlegu stöðu. Það velur sér enginn að vera sjúklingur. Það þarf ekki að vera saga eða langur aðdragandi að því að veikjast. Þú ert bara að lifa lífinu og allt í einu breytist allt. Fótunum er kippt undan þér og þú verður fangi sjúkdómsins. Þú hefur ekkert val.“

Gömul tugga

Ragnheiður bendir réttilega á að það sem hún sé að segja í sambandi við stöðu öryrkja á Íslandi sé alls ekkert nýtt. „Það hafa svo margir lýst þessum aðstæðum en lítið gerist. Mér finnst þegar rætt er um kjör öryrkja þá sé ávallt talað fyrir daufum eyrum.“

Þá segir hún að þrátt fyrir það þurfi að halda umræðunni áfram í þeirri von að á endanum verði eitthvað almennilegt gert í málunum og kjör fólks sem þráir ekkert heitar en að verða heilbrigt og geta tekið virkan þátt í samfélaginu verði leiðrétt í samræmi við launaþróun í landinu. „Þögn er sama og samþykki og ég ætla aldrei að samþykkja hvernig farið er með öryrkja á Íslandi.“

Viðtalið við Ragnheiði má finna í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?