fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fókus

Gott fólk í Þjóðleikhúsinu

Leikritið, sem er byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettissonar, var frumsýnt á föstudagskvöld

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleði í bland við eftirvæntingu var einkennandi í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld þegar leikritið Gott fólk var frumsýnt í Kassanum.

Leikritið er byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettissonar sem hlaut góða dóma þegar hún kom út á síðasta ári. Leikgerð var í höndum þeirra Vals og Símonar Birgissonar í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur sem leikstýrir.

Gott fólk segir frá Sölva og Söru sem kynnast við ofbeldisfullar aðstæður. Þau eiga í stuttu en ástríðufullu ástarsambandi. Nokkru síðar fær Sölvi bréf þar sem Sara sakar hann um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Sölvi þarf að játa á sig brot sem hann er þó ekki viss um að hafa framið. Í kjölfarið fer af stað atburðarás þar sem engum sem hlut á að máli er hlíft, og lífi Sölva og Söru er umturnað, eins og segir í lýsingu á verkinu á vef Þjóðleikhússins.

Símon Birgisson og Valur Grettisson eru góðir félagar enda störfuðu þeir lengi saman í fjölmiðlum. Símon er í dag handrits- og sýningardramatúrg í Þjóðleikhúsinu og kom hann að leikgerðinni.
Félagar Símon Birgisson og Valur Grettisson eru góðir félagar enda störfuðu þeir lengi saman í fjölmiðlum. Símon er í dag handrits- og sýningardramatúrg í Þjóðleikhúsinu og kom hann að leikgerðinni.
Blaðakonan Marta María Jónasdóttir og Páll Winkel fangelsismálastjóri létu sig ekki vanta á frumsýninguna.
Trúlofuð og fín Blaðakonan Marta María Jónasdóttir og Páll Winkel fangelsismálastjóri létu sig ekki vanta á frumsýninguna.
Ari Matthíasson (til hægri) þjóðleikhússtjóri lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á frumsýninguna. Hér sést hann með hjónunum Páli Baldvini Baldvinssyni og Katrínu L. Ingvadóttur.
Reynslubankinn Ari Matthíasson (til hægri) þjóðleikhússtjóri lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á frumsýninguna. Hér sést hann með hjónunum Páli Baldvini Baldvinssyni og Katrínu L. Ingvadóttur.
Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru líklega ein flottustu hjón landsins. Þau mættu á sýninguna á föstudagskvöld.
Flott hjón Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru líklega ein flottustu hjón landsins. Þau mættu á sýninguna á föstudagskvöld.
Sveinn Einarsson og Þóra Kristjánsdóttir og Stefán Baldursson og Þórunn Sigurðardóttir.
Fyrrverandi þjóðleikhússtjórar ásamt mökum Sveinn Einarsson og Þóra Kristjánsdóttir og Stefán Baldursson og Þórunn Sigurðardóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 1 viku

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum
Fókus
Fyrir 1 viku

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“