fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Ögmundur bauð fólki óvart í dans

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Væntanlega hafa vinir Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, rekið upp stór augu þegar hann bauð þeim fyrr í dag að sækja nýársgleði Háskóladansins. Ögmundur, sem hefur ekki orð á sér fyrir að vera sérstakur dansunnandi, skýrir málið í stöðuuppfærslu.

„Nú hafa örlögin hagað því svo að ég tók að bjóða vinum á Nýársgleði Háskóladansins en ætlaði mér – og taldi mig vera – að bjóða á fyrirhugaðan hádegisfund sem ég stend fyrir í Iðnó á laugardag.“ Boðin voru því send út fyrir mistök.

Hann vonast þó til þess að vel verði mætt á nýársgleði dansfólksins „og að sjálfsögðu einnig í Iðnó á laugardag.“

„Svona getur lífið tekið undarlegustu vendingar,“ skrifar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra