fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Valdimar 40 kílóum léttari: „Dreymdi alla nóttina að ég væri að kafna“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 2. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hefði getað endað illa,“ segir Valdimar Guðmundsson söngvari sem ákvað fyrir rúmu ári að taka á sínum málum en hann var þá orðinn allt of þungur. Valdimar segir að botninum hafi verið náð þegar hann, fyrir rúmu ári, var með væga lungnabólgu og átti hann erfitt með andardrátt á meðan hann svaf. Ítarleg viðtal má finna við Valdimar í blaðinu heilsa sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

„Mig dreymdi alla nóttina að ég væri að kafna og vaknaði sveittur og lúinn og hugsaði með mér að þetta hefði getað endað illa. Þetta var botninn hjá mér og sparkið í rassinn sem ég þurfti til að koma mér af stað.“

Valdimar segir að staðan sé allt önnur. Einn af þeim sem er Valdimar innan handar er Tómas Guðbjartsson eða lækna Tómas eins og hann er oft kallaður. Segist Valdimar gera hlutina á sínum hraða og gæta þess að fara ekki út í neina öfga. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

„Ég er búinn að missa eitthvað í kringum 40 kíló. Þannig að það er allt í blússandi gangi. […] Ég hef átt slæma daga og vikur hér og þar en lykillinn er held ég bara að vera alltaf að fylgjast með þessu, stíga á vigtina reglulega,“ segir Valdimar og bætir við á öðrum stað:

„Það er orðið auðveldara að skera laukinn, labba út í búð, dansa, bíða í röð og gera alls konar hluti sem eiga að vera svo auðveldir en gátu reynst ansi erfiðir þegar líkamsástandið var upp á sitt versta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni