fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Dásamlegt myndband: Ungur Sýrlendingur hreif gesti Borgarbókasafnsins með fallegum söng á íslensku

Kom hingað sem flóttamaður í janúar

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2016 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur sýrlenskur drengur sem kom hingað til lands sem flóttamaður í janúar á þessu ári vakti mikla hrifningu á Borgarbókasafninu í gær. Myndband sem sýnir drenginn syngja á lýtalausri íslensku hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Í frétt RÚV kom fram að drengurinn hafi verið einn margra gesta á vegum Café Lingua á Borgarbókasafninu, en þar hittist fólk frá öllum heimshornum til að tala saman. Í gær opnuðu Sýrlendingar á Íslandi dyrnar að tungumáli og menningu Sýrlands og gafst gestum og gangandi tækifæri til að setjast niður og spjalla við Sýrlendinga sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Viðburðurinn í gær var samstarf Borgarbókasafnsins við Sýrlendinga á Íslandi, Rauða krossinn á Íslandi og Mímir símenntun. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur.

Myndbandið af drengnum má sjá hér að neðan en á því má heyra hann syngja lagið um litina á lýtalausri íslensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“