fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Kristín, eiginkona Björgólfs: „Það hefur alltaf verið umtal og öfund í litlu samfélagi“

Opnar sig meðal annars um hrunið í viðtali við tímaritið MAN

Auður Ösp
Föstudaginn 2. september 2016 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margt var óréttlátt og aðalega var það óvissan sem hræddi fólk og hún var alveg líka mikil hjá okkur,“ segir Kristín Ólafsdóttir kvikmyndaframleiðandi og eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þau hjón fóru ekki varhluta af þeirri reiði sem ríkti í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins enda hafði Björgólfur Thor þá verið áberandi í viðskiptalífinu sem einn aðaleigandi Landsbankans. Í samtali við MAN segir Kristín að hún og Björgólfur Thor hafi unnið sig saman í gegnum þennan erfiða tíma.

„Allt í svo miklu uppnámi“

„Ég var að eignast annað og þriðja barnið mitt á árunum eftir hrun og því svolítið í minni bubblu. Bæði var ég í London og að eignast barn sem átti hug minn allan og þurfti hjálp læknavísinda við þá þungun eins og hinar tvær,“ segir Kristín og bætir við að það verkefni hafi þannig átt hug hennar allan. „Móðureðlið kikkar inn í svona aðstæðum og ég var fegin að vera með lítil börn en ekki unglinga í menntaskóla og finn til með þeim sem voru áberandi í viðskiptalífinu og í þeirri stöðu.

Það gekk eitt yfir alla- hvort sem það var réttlátt eða ekki. Ég var alveg jafn ringluð fyrstu árin og vissi ekki hvað hafði gerst. Það var allt í svo miklu uppnámi.“ Þá segir Kristín það hafa verið gott að ræða hlutina opinskátt og kryfja til mergjar hvað hefði gerst, en Björgólfur Thor skrifaði bók um reynslu sína fyrir og eftir hrun. Það hafi verið heilandi fyrir þau bæði.

Persónulegri umræða á Íslandi

Þá segir hún umræðuna hafa verið öðruvísi í Bretlandi heldur en á Íslandi: Á Íslandi hefði hún verið persónulegri á meðan Bretar töluðu meira um „kerfið“ og lausafjárskreppuna eins og fréttamennirnir kölluðu það á BBC.

„Það hefur alltaf verið umtal og öfund í litlu samfélagi og þetta var ekkert nýtt fyrir okkur. Eins og ég segi; þetta var áfall en ekkert sem við gátum ekki unnið úr saman. Við gerðum þetta líka saman og við komumst frekar að kjarnanum.“

Hrósar Björgólfi

Hún segir eiginmann sinn hafa farið sínar eigin leiðir við uppgjör og tekist á við hlutina eins og sannur baráttumaður; axlað ábyrgð og gert upp sín mál í stað þess að flýja af hólmi.

„Hann hefur alltaf verið mjög hreinskilinn, hann opnaði vefinn btb.is þar sem hann birti ítarlegar upplýsingar um viðskipti sín og hann baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í eigna og skuldabólunni. Hann hefur borgað sínar skuldir og ekki sætt rannsókn né fengið á sig ákæru, en það hefur svolítið gleymst í allri umræðunni. Ég veit ekki til þess að aðrir hafi leikið þetta eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel